Stórlax á land úr Norðurá

Veiðimaður hampar stórlaxinum úr Norðurá við Myrkhyl í gærkvöldi.
Veiðimaður hampar stórlaxinum úr Norðurá við Myrkhyl í gærkvöldi. Hugo Bender

Að sögn Einars Sigfússonar, sölustjóra Norðurár í Borgarfirði, er þar fínasti gangur þessa daganna og miklar göngur af laxi kæmu inn á hverjum degi og hann væri loks byrjaður að dreifa sér vel upp fyrir fossa. 

Einar sagði að nú væri laxinn að hellast upp á dal en fram að þessu hefði hann gengið hægt fram vegna þess hve vatnsmagnið væri mikið og kalt. Þegar byrjaði að hlýna og vatnið lækkaði þá væri ekki að sökum að spyrja og laxinn farinn að veiðast víða upp á dal ofan við Glanna.

Þá er áberandi hve mikið af stórfiski væri í ánni, sem hefði fjölgað mjög hin seinni ár, í bland við afskaplega vel haldinn smálax. Í gærkvöldi veiddist stærsti lax sumarsins það sem af er þegar erlendur veiðimaður landaði 97 cm hæng úr Myrkhyl eftir mikla baráttu. Að sögn Einars var fiskurinn gríðarlega sver og þykkur um sig og voru leiðsögumenn sammála um að þar væri rúmlega 10 kílóa fiskur á ferðinni. 

Rúmlega 1.100 laxar væru komnir á land sem væri mun betra en á sama tíma í fyrra og hvert þriggja daga hollið á fætur öðru væri með um og yfir 100 laxa.  Hópurinn sem lauk veiðum 12. júlí landaði á þremur dögum 147 löxum. Þessu til viðbótar hafa rúmlega 70 laxar veiðst í svokallaðri Norðurá II sem er þriggja stanga svæði ofarlega og neðst í ánni. Sagði hann allt útlit fyrir að áin færi ríflega yfir 2.000 laxa heildarveiði þetta sumarið.

Einar hefur að auki Haffjarðará á Mýrum á sínum snærum og gat þess að lokum að í gærkvöldi voru 600 laxar komnir þar á land og veiði hefði verið góð upp á síðkastið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert