Fluga vikunnar fyrir silung er Krókurinn hans Gylfa Kristjánssonar sem er löngu orðin ein þekktasta silungsveiðipúpan í bransanum. Krókinn má nota jafnt í urriða og bleikju en einnig hafa veiðst á hana margir laxar þegar henni er kastað andstreymis í litlu vatni síðsumars. Algengara er að veiða á stærri útfærslur Króks á vorin og snemmsumars en þegar líða fer á og hitnar er betra að fara í smærri flugur.
Hitch eða gáruaðferðin er af mörgum talin sú skemmtilegasta í laxveiðinni. Áður fyrr var sett bragð á tauminn yfir hausinn á léttklæddri flugu en í seinni tíð hafa gárutúpurnar eða "hitch túpurnar" meira og minna tekið yfir. Þegar veitt er á hitch skal mynda fínlega "v"-lagaða gáru á yfirborði vatnsins og oftar en ekki má sjá miklar ólgur og læti þegar laxinn stekkur eða veltir sér á túpuna. Á myndinni eru þrjár af þeim bestu eða Silver Wilkinson til vinstri, Arndilly Fancy til hægri og Collie Dog fyrir aftan.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |