Ólík vandamál í veiðinni – hiti og kuldi

Franskur veiðimaður sem veiddi maríulaxinn sinn í Jöklu í gær.
Franskur veiðimaður sem veiddi maríulaxinn sinn í Jöklu í gær. Ljósmynd/Aðsend

Austur á Jökuldal er ljóst að laxveiðiáin Jökla mun fara fyrr á yfirfall en undanfarin ár og stafar það af hlýindum og úrkomuskorti eystra. Þá verður áin lituð og óveiðandi. Hinum megin á landinu hafa Langárbændur glímt við of mikið vatn og kuldatíð sem hefur tafið fyrir eðlilegri framgöngu laxins.

Karl Lúðvíksson, staðarhaldari við Langá, segir að þetta sé loksins að koma. „Vikan er að verða komin í 250 laxa og heildarveiðin í 559 fiska í gærkvöldi,“ sagði Karl Lúðvíksson í samtali við Sporðaköst. Þetta hefur leitt af sér að góðir veiðistaðir hafa ekki verið að gefa fisk, en staðir sem lítið sem ekkert hafa gefið fá nýtt líf meira vatni. Nefnir Karl sem dæmi að veiðistaðirnir Svörtubakkar, Dyrfljót, Hornbreiða og Háhólskvörn séu vel setnir af laxi í dag. 

Á sama tíma í fyrra var kominn 731 lax úr Langá og því ljóst að skilyrðin hafa afgerandi áhrif því Karl segir að góðar göngur séu í ána.

Jökla gaf 23 laxa í gær

Þröstur Elliðason, leigutaki Jöklu fyrir austan, segir að mikill kippur hafi komið í veiðina og áin sé komin í 120 laxa sem er tvöfalt á við það sem var á sama tíma í fyrra. „Það veiddust 23 laxar í gær og fiskur er kominn mjög víða,“ sagði Þröstur í samtali við Sporðaköst. Hans stóra áhyggjuefni er hins vegar að áformað er að Jökla fari á yfirfall í byrjun næsta mánaðar. Það er mun fyrr en verið hefur undanfarin ár. „Auðvitað verður áfram veiði í hliðaránum eins og verið hefur en það væri mjög gaman að sjá hvað veiðin yrði mikil ef hægt væri að veiða lengur því göngurnar eru mjög góðar og lax komin langt fram í á.“

Karl Lúðvíksson, staðarhaldari í Langá, með 78 sentimetra fisk úr …
Karl Lúðvíksson, staðarhaldari í Langá, með 78 sentimetra fisk úr ánni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert