Rússar afbóka 100 milljóna kr. ferð

Árni Baldursson vildi ekki tjá sig um einstaka viðskiptavini hjá …
Árni Baldursson vildi ekki tjá sig um einstaka viðskiptavini hjá Lax-á. „Ég segi ekkert, Eggert.“ lax-a.net

Rússneskur auðkýfingur sem hafði pantað tíu daga veiði í Eystri-Rangá, allar stangir, tólf bílaleigubíla, þyrlur og hvers kyns þjónustu, tilkynnti með tveggja daga fyrirvara að hann myndi ekki mæta á svæðið. Auðkýfingurinn hefur árum saman veitt í Eystri-Rangá á vegum Lax-ár sem er með ána á leigu.

Árni Baldursson sem veitir Lax-á forstöðu staðfesti að áin hafi meira og minna runnið óveidd síðustu daga. Rússneska hollið átti að veiða 11. til 20. júlí.

Heimildamenn Sporðakasta segja að heildarpakkinn hafi verið á annað hundrað milljónir króna, fyrir veiðileyfi, auka leiðsögumenn, leigu á farartækjum og aðra þjónustu. Árni Baldursson leigutaki vildi ekki staðfesta neitt í þessu sambandi og sagði, „Ég segi ekkert, Eggert.“

Var hann búinn að borga leyfin?

„Ég bara get ekki tjáð mig um einstaka viðskiptavini,“ svaraði Árni Baldursson, aðspurður. Varðandi mögulega ástæðu fyrir þessum stutta fyrirvara segir Árni að líkast til megi tengja þetta við þá ofurtolla sem Trump hefur verið á setja á innflutt stál til Bandaríkjanna og þetta hafi að öllum líkindum verið að hafa mikil áhrif á ákvörðun Rússanna.

Og hvað? Er enginn að veiða við ána?

„Nánast ekki. Ég hef leyft leiðsögumönnum að veiða en það hefur verið hverfandi miðað við ef áin hefði verið fullmönnuð, eins og til stóð.“

Árni segist vera búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár og sé orðinn of gamall til missa svefn yfir svona hlutum. „Ég er sultuslakur að veiða í Stóru-Laxá. Auðvitað er verið að greiða úr þessum málum og það tekur einhvern tíma en ég er bara slakur.“

Og er veiði í Stóru?

„Já þetta er bara fínt. Á sautján dögum hafa veiðst 104 laxar á svæði eitt og tvö. Ég er hérna með einn Japana og tvo Svisslendinga og við erum búnir að vera í tvo daga og erum með 22 laxa. Er það ekki bara gott?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert