Fremur rólegt á Laxamýri

Guðmundur Davíðsson með 104 cm grálúsugan hæng sem tók í …
Guðmundur Davíðsson með 104 cm grálúsugan hæng sem tók í Sjávarholu 25. júní síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hefur verið fremur róleg það sem af er sumri á svokölluðu Laxamýrarsvæði í Laxá í Aðaldal og virðist sem lítið af smálaxi sé að skila sér.

Seinasta tveggja daga holl sem lauk þar veiðum landaði aðeins tveimur löxum og sáu menn lítið af nýjum fiski fyrir neðan Æðarfossa sem er harla óvenjulegt um miðjan júlí. Skot hafa þó komið við og við og þann 13. júlí lönduðu tveir veiðimenn 13 löxum á einni vakt fyrir neðan fossa og var eitthvað af því nýgenginn smálax.

Stærsti laxinn sem veiðst hefur fram að þessu er 104 cm hængur sem veiddist í Sjávarholu 25. júní á rauða frances túpu var landað eftir mikinn barning niðri í Kistuhyl. Þá kom annar 100 cm bolti á land úr Brúarstreng 8. júlí og veiddist á Frigga rr. 12.

Um 170 laxar eru komnir á land frá því opnað var þann 20. júní, en voru um 200 á sama tíma fyrir ári. Heildarveiði sumarsins 2017 voru 429 laxar sem var með allra lélegustu veiðiárum á þessum slóðum.

Á Nessvæðinu hafa veiðst rúmlega 100 laxar frá því að opnað var undir lok júní og þar eins og oft áður hefur verið hátt hlutfall laxa um og yfir 100 cm.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert