Nils með 30 pundara í Nesi

Nils Folmer með 111 sentímetra langan lax sem veiddist í …
Nils Folmer með 111 sentímetra langan lax sem veiddist í Nesi í Laxá í Aðaldal. Stærsti lax sumarsins. Ljósmynd/Aðsend

Nils Folmer Jörgensen, danski stórlaxahrellirinn landaði stærsta laxi sumarsins í morgun. Fiskurinn mældist 111 sentímetrar og setti Nils í hann í veiðistaðnum Vitaðsgjafa, sem er þekktur stórlaxastaður. Laxinn tók nýja flugu sem Nils hannaði sjálfur og heitir Stormy Daniels. Viðureignin barst allt niður í Presthyl og Nils átti vart möguleika á að landa þessum ógnarsterka og stóra laxi nema með aðstoð. 

Þetta er svakalegur fleki. Ekki er langt síðan að 108 …
Þetta er svakalegur fleki. Ekki er langt síðan að 108 sentímetra lax veiddist í Nesi. Ljósmynd/Aðsend

Þeir Eiður Pétursson og Arnþór Laxfjörð Guðmundsson sáu til kappans og komu til aðstoðar og háfuðu fiskinn fyrir Nils.

„Við mældum hann 111 sentímetra langan. Sannkallað Nes skrímsli,“ segir Nils Folmer á facebook síðu sinni. Það er ljóst að Nils er fá gullmerki þeirra Nesmanna, sem veitt er fyrir fiska af þessari stærð. Hann er sá fimmti sem hlýtur það merki, eftir að siðurinn var tekinn upp.

Þetta er flugan sem Nils hannaði Stormy Daniels.
Þetta er flugan sem Nils hannaði Stormy Daniels. Ljósmynd/ Nils Folmer
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert