Nýjar veiðitölur á vef Landssambands veiðifélaga gefa til kynna að ágæt vika er að baki. Tölurnar eru glænýjar og voru teknar saman í gærkvöldi. Samantektin spannar veiðina frá 11. til 18. júlí. Veiði var víða ágæt og bætist Eystri-Rangá á listann yfir efstu tíu árnar. Veiðin þar er komin í 555 laxa og gaf hún 339 laxa í vikunni. Ef veiðin er borin saman við svipaðan tíma í fyrra þá höfðu veiðst 201 laxar. Veiðin nú er orðin tæplega þrisvar sinnum meiri en í fyrra.
Í efsta sæti á listanum eru Þverá og Kjarará en þar hafa veiðst 1.525 laxar. Þar hefur veiðin gengið afar vel og veiddust alls 339 í liðinni viku. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 1.238 laxar og er því veiðin nú orðin 287 löxum meiri.
Í öðru sæti á listanum er Norðurá og er hún önnur áin sem fer yfir 1.000 laxa þetta árið. Veiðin er komin í alls 1.125 laxa og hefur veiðin gengið vel en síðasta vika skilaði 291 laxi. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 794 laxar og veiðin nú orðin 331 laxi meiri.
Í þriðja sæti er Urriðafoss í Þjórsá en þar er veiðin komin í 842 laxa. 124 laxar veiddust í vikunni. Í fyrra var lokatalan í Urriðafossi 755 laxar og er veiðin nú orðin 87 löxum meiri en heildartalan í fyrra.
Hér er listi yfir tíu efstu árnar þessa vikuna. Í sviga fyrir aftan vikuveiði er staða veiði í fyrra 19.07.2017 og plús eða mínus eftir því hvort veiðin er meiri eða minni en í fyrra.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |