Augnablikið þegar hann sleppur

Ágætis bleikja stekkur með spúninn. Þegar myndin er stækkuð má …
Ágætis bleikja stekkur með spúninn. Þegar myndin er stækkuð má greina að þetta er augnablikið, þegar hann slapp. Ljósmynd/ Íris Erlingsdóttir

Ein mynd segir meira en þúsund orð, er oft sagt. Þessi mynd gerir það svo sannarlega. Þau Íris Erlingsdóttir og Kristján Fr. Kristjánsson voru úti á Skorradalsvatni að veiða. Allt í einu tók þessi líka fína bleikja spúninn hjá Kristjáni. Hún stökk og djöflaðist eins og urriði. Íris var að mynda viðureignina og tók þessa ljósmynd á nákvæmlega augnablikinu þegar spúnninn losnaði úr bleikjunni. Við erum búin að stækka upp myndina og þá má sjá að spúnninn er í lausu lofti, eins og reyndar bleikjan. Hvort fór svo sína leið.

Þegar myndin er stækkuð sést að bleikjan losaði sig við …
Þegar myndin er stækkuð sést að bleikjan losaði sig við spúninn nokkrum sekúdnum brotum áður en myndin er tekin. Þetta er augnablikið. Ljósmynd/ Íris Erlingsdóttir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert