Það er komin bleikja upp um alla á í Héðinsfirði. Rúrik Ívarsson og pabbi hans voru veiðar þar nyrðra síðustu daga og lönduðu ríflega 50 bleikjum á tveimur dögum.
„Það var svaka fjör og fiskur kominn upp um alla á. Við sáum engar torfur af henni en var í öllum veiðistöðum. Þetta var stór og flott bleikja enda kemur sú stóra oftast fyrst,“ sagði Ívar Bragason í samtali við Sporðaköst. Megnið af bleikjunni var um 45 sentímetrar og þær stærstu náðu máli upp á 50 sentímetra.
Þeir feðgar voru með nettar græjur. Stöng fyrir línu fjögur og flestir fiskarnir komu á Peacock púpu sem var veidd andstreymis með tökuvara. Tvær bleikjur tóku þurrflugu.
Enn er nokkuð í að besti tíminn renni upp í Héðinsfjarðará en ljóst má vera af frásögn þeirra feðga og veiði að útlitið er gott í Héðinsfjarðará síðari hluta sumars.
Áður fyrr var Héðinsfjarðará ein af afskekktari veiðiám landsins og þangað var einungis hægt að komast fótgangandi yfir fjöllin frá Siglufirði eða Ólafsfirði, nú eða á bát. Eftir að göngin komu sem tengdu Siglufjörð og Ólafsfjörð hefur aðgengi að ánni gerbreyst. Héðinsfjörður liggur milli þessara tveggja fjarða. Svo virðist sem bleikjan láti þessa miklu umferð ekki hafa áhrif á sig, en ljóst er að kyrrðin í fjallasalnum er ekki sú sama.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |