Grænlandsbleikjan gefur sig

Davíð Ingason með nýrunna Grænlandsbleikju.
Davíð Ingason með nýrunna Grænlandsbleikju. Ljósmynd/Aðsend

Tugir Íslendinga fara á hverju ári til að veiða sjóbleikju á Grænlandi. Nokkrir hópar hafa farið í sumar og láta vel af veiðinni. Davíð Ingason, er einn þeirra sem nýlega kom úr slíkri ferð. „Við vorum í fyrra fallinu sögðu heimamenn okkur en við veiddum mjög vel. Ætli við höfum ekki landað um tvö hundruð bleikjum á þremur veiðidögum. Og við vorum ekki að stunda þetta stíft. Veiddum fimm til sex tíma á dag,“ sagð Davíð Ingason í samtali við Sporðaköst.

Davíð segir þetta hafa verið mikið ævintýri. Allt farið á bátum og svo gengið. Bleikjurnar voru að taka bæði flugur eins og Peter Ross og Black Zulu og einnig púpur á borð við Peacock og Krókinn. „Menn reyndu líka Nobbler og aðrar straumflugur. En þessar hefðbundnu flugur og púpur voru að gefa okkur bestu veiðina.“

Veiðin var góð og flestar fengust á klassískar flugur og …
Veiðin var góð og flestar fengust á klassískar flugur og púpur. Ljósmynd/ Davíð Ingason

Flestum bleikjunum var sleppt en menn tóku sér í soðið og einnig fyrir starfsfólkið í búðunum. Búðirnar eru staðsettar við lítinn vog skammt frá Eiríksfirði. Þarna er náttúruleg höfn og aðstæður allar hinar bestu fyrir útgerð af þessu tagi. Jóhann Norðfjörð er með þessa útgerð og segir Davíð að allt hafi verið eins og best verður á kosið.

Tarfurinn fallinn og hann var etinn með glæsibrag, segir Davíð.
Tarfurinn fallinn og hann var etinn með glæsibrag, segir Davíð. Ljósmynd/ Davíð Ingason

Skutu hreindýr í matinn

Þar sem þetta var við upphaf veiðitímans var kjöt af skornum skammti í búðunum. Davíð var beðinn um að bjarga því og fara og skjóta hreindýr. Það var auðsótt mál og skaut hann lítinn tarf af hundrað metra færi, eftir leiðsögn staðarhaldarans. „Við átum hann svo með glæsibrag.“

Árnar eru margar hverjar mjög stuttar og stríðar en hægt er að finna lengri ár með meiri hyljum. „Sumar af þessum ám sem við vorum að veiða voru ekki nema par hundruð metrar. Sumar kannski aðeins lengri.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert