Lemstraður eftir stórveiði í Rangá

Reynir Már kátur með afla úr einum hyl. Samtals lönduðu …
Reynir Már kátur með afla úr einum hyl. Samtals lönduðu þeir 160 löxum á níu dögum. Ljósmynd/Aðsend

Tveir leiðsögumenn við Eystri-Rangá lönduðu um 160 löxum úr ánni á síðustu níu dögum. Annar þeirra var Reynir Már Sigmundsson og hann sagði í samtali við Sporðaköst að hann væri hreinlega lemstraður eftir þetta. „Mér líður eins og ég hafi lent undir valtara.“

Þeir félagar Reynir Már og Albert Jensson leiðsögumaður veiddu flesta laxana á flugu en þegar þreytan lét til sín segja skiptu þeir af og til yfir í spún. „Það er allt annað sjá ána en síðustu ár. Eins árs laxinn er rosalega flottur, mikið á bilinu 65 til 70 sentímetrar og þykkur og sterkur eftir því.“

Minna af stórlaxi

Eitthvað er minna af tveggja ára laxi segir Reynir Már en þó settu þeir í nokkuð af stórlaxi. Sá stærsti mældist 96 sentímetrar. „Svo missti ég þann stærsta sem ég hef sett í hér. Hann var hrikalegur en missti hann.“

Með 92 sentímetra hæng, sem var tekinn skammt ofan veiðihússins.
Með 92 sentímetra hæng, sem var tekinn skammt ofan veiðihússins. Ljósmynd/Aðsend

Laxinn er orðinn vel dreifður og öll svæði eru inni. Reynir Már vitnaði til bónda sem var að kíkja eftir laxi í Hólsá. „Það var rosagott veður og hann taldi fimmtán grúppur af laxi sem hann sá þessa kvöldstund. Þetta var fiskur sem gekk að austanverðu og það er lax sem er á leið upp í eystri.“

Eins og Sporðaköst greindu frá hættu Rússar við að koma að veiða í Eystri-Rangá og því opnaðist þetta tækifæri fyrir leiðsögumenn og aðra. „Þetta var bara einstök lífsreynsla og forréttindi að komast í þetta,“ sagði Reynir Már, kominn til byggða og lúinn eftir níu daga laxveiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert