Mjög góð netaveiði í Ölfusá

Vitjað um netin í Ölfusá.
Vitjað um netin í Ölfusá. mbl.is/Golli

Að sögn Atla Gunn­ars­son­ar, sem sér um neta­veiðar fyr­ir landi Sel­foss við Ölfusá, hef­ur veiðin í net­in í sum­ar verið mjög góð. 

Atli er sér um netalagnir fyrir Sel­foss­bænd­ur sem hafa heimild til að hafa tvær lagn­ir á eystri bakkanum, eina neðan við Ölfusár­brúna og aðra við flúðirn­ar skammt fyr­ir neðan Sel­foss­kirkju, á móts við veiðisvæði Stang­veiðifé­lags Sel­foss.

Fram kom hjá Atla að veiðin væri búin að vera mjög góð i sumar og talsvert yfir meðallagi síðustu ára. Lax væri enn að ganga af fullum krafti og nefndi sem dæmi að í síðustu lögninni hjá honum á föstudaginn hefðu komið 9 laxar eftir þrjá klukkutíma og voru 7 af þeim grálúsugir.

Heim­ilt er að leggja net frá klukk­an 10:00 á þriðju­dög­um til klukk­an 22:00 föstu­daga og þarf tvo fullfríska menn til að vitja um net­in fjór­um sinn­um á dag þann tíma sem þau eru niðri. Atli sagði að ekki hafi verið unnt að vera með neta­lögn­ina rétt neðan við brúna virka í sum­ar vegna mannskapsleysis.

Áætlað er að i Ölfusá veiðist á hverju sumri að meðaltali um 3.800 laxar í net og í Hvítá um 2.400.

Veiðifélag Árnesinga samþykkti á fundi þann 26. apríl síðastliðinn að allri laxveiði í net skyldi hætt í Ölfusá og Hvítá frá og með sumrinu 2019. Var þessi tillaga samþykkt með 88 atkvæðum gegn 68, en hægt er að kæra samþykkt tillögunnar til Fiskistofu. Verði það ekki gert tekur tilagan gildi sumarið 2019.

Kvaðst Atli í samtalinu ekki trúa því að slíkt yrði að veruleika og enn hafi ekkert verið verið rætt um það hvernig bæta skyldi netabætum það mikla tekjutap og skerðingu á eignarrétti sem þeir yrðu fyrir verði þessar tillögur að veruleika.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert