Elliðaárnar á sama róli og í fyrra

Glímt við lax á Hrauninu á fluguveiðisvæði árinnar.
Glímt við lax á Hrauninu á fluguveiðisvæði árinnar. svfr

Odd Stenersen árnefndarmaður í Elliðaánum er duglegur við að halda utan um veiðitölur og tölfræði fyrir árnar. Í gærkvöldi birti hann sína nýjustu samantekt

Í  gærkvöldi var búið að veiða 527 laxa, 299 á maðk og 228 á flugu. Þar hefur  88 löxum verið sleppt aftur.

Þetta er nánast sama veiði og á sama tíma í fyrra þegar 525 voru komnir á land. Meðalveiði á dag hingað til í júlí er 2,71 laxar á stöng, sem gefir meðalveiði á stöng á vakt 1,36 laxar á stöng.

Meðalveiði á stöng á dag í júní var 3,86 laxar á stöngina sem gerir meðalveiði á stöng á vakt 1,93 laxar á stöng, en kvóti er tveir laxar á hverja stöng á vakt.

Aflahæstu veiðistaðir eru: Sjávarfoss (154), Neðri Breiða (52), Hundasteinar(43), Teljarastrengur (42), Míðkvörn (38), Kerlingaflúðir (38) og Hraunið(32).

Flugusvæði er núna byrjað að gefa vel og gaf síðust 10 daga 101 laxa á  meðan svæðið fyrir neðan Hundasteinar og niður að sjó gaf 102 laxar.

Aflamestu flugur eru Sunray Shadow (45), Svartur Francis (29), rauður Francis (23), Collie dog(9) og Haugur (8).

Stærsti laxinn hingað til er 80 cm hrygna sem Þórður Magnússon veiddi þann 26. júní í Sjávarfossi á maðk.



mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert