Klerkurinn og stórlaxinn

Heydalaklerkurinn með stórlaxinn úr Svartá.
Heydalaklerkurinn með stórlaxinn úr Svartá. Ljósmynd/Aðsend

Gunnlaugur Stefánsson prestur í Heydalaprestakalli landaði 102 sentímetra hæng úr Svartá í Húnavatnssýslu á dögunum. Veiddist stórlaxinn á ómerktum stað og er óhætt að segja að nokkur heppni hafi verið yfir þessari veiði.

Gunnlaugur var ásamt félaga sínum við veiðar býsna fjarri heimaslóðum en prestakallið er á Austfjörðum og nánast á bökkum Breiðdalsár. Gunnlaugur ásamt Guðmundi Ólasyni frá Hrólfsstöðum í Jökuldal og veiðistjóra við Jöklu höfðu trassað að loka hliði á eftir sér. Bóndinn á Eiríksstöðum kom aðvífandi og bað þá um að loka hliðinu meðan að þeir veiddu. Það var auðsótt mál. „Guðmundur bóndi á Eiríksstöðum tók tal við okkur og benti okkur á ómerktan stað sem væri fyllsta ástæða til að kasta á. Við tókum hann að sjálfsögðu á orðinu og ég setti undir litla Bismo og nánast í fyrsta kasti tók þessi líka hængurinn,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Sporðaköst.

Viðureignin var löng og ströng enda mikið vatn í Svartá og barst leikurinn nokkuð niður eftir ánni. „Ég hefði aldrei landað honum einn. Ef Guðmundur veiðistjóri hefði ekki verið með mér hefði ég aldrei náð honum,“ sagði klerkur. Fiskurinn mældist 102 sentímetrar og var svo sannarlega hápunktur veiðiferðarinnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert