Myljandi veiði Dölunum

Frá Laxá í Dölum.
Frá Laxá í Dölum. Hreggnasi

Mik­il veiði er nú í Laxá í Döl­um og hvert hollið á fæt­ur öðru fær feikn­ar­veiði.

Að sögn Har­ald­ar Ei­ríks­son­ar hjá Hreggnasa sem stadd­ur er við ána í leiðsögn þá hætti þriggja daga holl á há­deg í dagi með 153 laxa á land. Aðeins er veitt á fjór­ar stang­ir í ánni fram að mánaðamót­um, en fjölg­ar þá í sex. Þetta þýðir meðal­veiði upp á tæpa 13 laxa á dag á hverja stöng í síðasta holli.

Vatns­staða hef­ur verið með ein­dæm­um góð í allt sum­ar og lax­inn ekki átt í nein­um vand­ræðum með að ganga upp ána eins oft loðir þar við í þurrka­sumr­um. Fisk­ur­inn hef­ur þar að leiðandi dreift sér vel upp um alla á og öll svæði inni.

 Heild­ar­veiðin stend­ur nú í tæp­um 500 löx­um, en sama tíma fyr­ir ári voru þeir 209.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert