Myljandi veiði Dölunum

Frá Laxá í Dölum.
Frá Laxá í Dölum. Hreggnasi

Mikil veiði er nú í Laxá í Dölum og hvert hollið á fætur öðru fær feiknarveiði.

Að sögn Haraldar Eiríkssonar hjá Hreggnasa sem staddur er við ána í leiðsögn þá hætti þriggja daga holl á hádeg í dagi með 153 laxa á land. Aðeins er veitt á fjórar stangir í ánni fram að mánaðamótum, en fjölgar þá í sex. Þetta þýðir meðalveiði upp á tæpa 13 laxa á dag á hverja stöng í síðasta holli.

Vatnsstaða hefur verið með eindæmum góð í allt sumar og laxinn ekki átt í neinum vandræðum með að ganga upp ána eins oft loðir þar við í þurrkasumrum. Fiskurinn hefur þar að leiðandi dreift sér vel upp um alla á og öll svæði inni.

 Heildarveiðin stendur nú í tæpum 500 löxum, en sama tíma fyrir ári voru þeir 209.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka