María og leynivopnið sem lak út

Túban María veiðir lax og silung. Hún er hönnuð af …
Túban María veiðir lax og silung. Hún er hönnuð af Kristjáni Guðjónssyni fyrrverandi formanni SVFR. Ljósmynd/ Veiðihornið

Fluga vikunnar fyrir lax er túban María. Þessi túpa var hönnuð og hnýtt af Kristjáni Guðjónssyni fyrrverandi formanni SVFR.  Túpan var nafnlaus þegar Kristján gaf Maríu í Veiðihorninu hana við opnun Norðurár fyrir um 20 árum. María gerði feiknaveiði á hana strax á fyrstu vakt og gaf Kristján túpunni nafnið María af því tilefni.

María veiðir vel jafnt lax, sjóbirting og bleikju. Um þessa túpu gildir það sama og um allar aðrar túpur að áhrifaríkast er að veiða hægt.  Það er gott er að kasta þvert á straum og jafnvel upp í straum, taka af slakann og menda línuna upp til þess að hægja á rennsli túpunnar.  Gjarnan tekur fiskur þegar túpan er komin beint niður af veiðimanni og svo gott sem stopp.

Þessi var leynivopn þröngs hóps en lak út í fyrra. …
Þessi var leynivopn þröngs hóps en lak út í fyrra. Nú er Squirmy Wormy nauðsynleg í öll flugubox. Ljósmynd/ Veiðihornið

Leynivopnið sem lak út

Squirmy Wormy. Þetta leynivopn þröngs hóps veiðimanna lak út síðasta sumar og nú má segja að enginn fari lengur í veiði án þess að eiga nokkra Squirmy Wormy í boxum sínum. 

Þessi ormur er gjarnan hnýttur með þungri Tungsten kúlu. Best er að veiða andstreymis á þessa mögnuðu flugu. Kasta stutt og leyfa flugunni að damla niður með straumnum. Við höfum heyrt ófáar veiðisögurnar í sumar af nánum kynnum Squirmy Wormy við bleikjur, urriða og haldið ykkur - einnig laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert