Fimm ár yfir þúsund laxa

Myndarlegur lax úr Eystri Rangá.
Myndarlegur lax úr Eystri Rangá. Tekið af facebook síðu Eystri Rangár

Mesta veiði í síðustu viku var í Eystri – Rangá þar sem ríflega fimm hundruð laxar veiddust. Heildartalan í ánni tvöfaldaðist milli vikna og er ljóst að mjög mikið af fiski er í ánni og fréttir hafa borist af sterkum göngum. Fimm laxveiðiár eru komnar yfir þúsund laxa og ljóst að margar ár sem fóru illa af stað hafa rétt úr kútnum. Nýjar tölur voru birtar á vefsíðunni angling.is, sem Landssamband veiðifélaga heldur úti, nú í morgunsárið og er fróðlegt að lesa í þær. Vopnafjarðarárnar Selá og Hofsá eru að skila mun betri veið en í fyrra. Rangárnar eru á mikilli siglingu og afar fróðlegt er að sjá að Laxá í Dölum hefur skilað yfir 400 laxa veiði sem er tvöföldun frá því fyrra. Einungis er veitt á fjórar stangir í Dölunum, en þeim fjölgar í 6 nú um mánaðamótin.

Þverá og Kjarrá eru í efsta sæti og mikið af fiski í ánni og ljóst að þetta sumar verður mun betra en í fyrra. Heildarveiði 2017 var 2060 laxar en nú hefur 1817 löxum verið landað. Borgarfjörðurinn er í ágætis standi þrátt fyrir að hafa liðið fyrir kalt og mikið vatn framan af sumri. Bæði Norðurá og Hvítá (Brennan) vitna um það. Almennt virðist Vesturlandið koma vel út úr samanburði við árið í fyrra. Raunar má segja það um öll landsvæði nema Norð – Vesturland.

Topp tíu árnar

Í sviga fyrir aftan vikuveiði er staða veiði í fyrra þann 26. júlí og plús eða mínus eftir því hvort veiðin er meiri eða minni en í fyrra.

  1. Þverá og Kjarará 1817 laxar - vikuveiði 292 laxar. (1312)+
  2. Norðurá 1231 laxar - vikuveiði 106 laxar. (1095)+
  3. Ytri-Rangá 1114 laxar - vikuveiði 366 laxar. (1570)-
  4. Eystri-Rangá 1070 laxar – vikuveiði 515 (338)+
  5. Miðfjarðará 1058 laxar - vikuveiði 299 laxar. (1458)-
  6. Urriðafoss í Þjórsá 955 laxar - vikuveiði 113 laxar. (625)+
  7. Haffjarðará 948 laxar - vikuveiði 226 laxar. (670)+
  8. Langá 843 laxar - vikuveiði 235 laxar. (873)-
  9. Blanda 668 laxar - vikuveiðin 153 laxar. (913)-
  10. Grímsá og Tunguá 576 laxar – vikuveiði 137 laxar. (594)-

Á angling.is eru einnig þessar ár nefndar til sögunnar. Ár sem ekki komast á topp tíu en eru búnar að skila fleiri löxum en á svipuðum tíma og í fyrra. Í sviga fyrir aftan eru tölur á sama tíma í fyrra.

Laxá í Kjós með 551 lax (413)

Selá í Vopnafirði með 492 lax (390)

Laxá í Dölum 425 lax (209)

Laxá í Leirársveit 373 lax (287)

Hofsá í Vopnafirði 280 lax (180)

Brennan í Hvítá 270 lax (197)

Affall í Landeyjum 73 lax (23) 

Ár sem eru á pari við veiðina í fyrra

Flókadalsá 264 lax (261)

Stóra-Laxá 252 lax (257)

Svalbarðsá 109 lax (103)

Svartá í Húnavatnssýslu 38 lax (37)

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert