Lifnar yfir Deildará

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson með fallegan lax sem kom úr …
Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson með fallegan lax sem kom úr Sléttukvörn í Deildará. Freyr Guðmundsson

Samkvæmt upplýsingum frá Frey Guðmundssyni sem leigir veiðirétt í Deildará á Sléttu, rétt sunnan við Raufarhöfn, þá virðist smálaxinn loksins farinn að skila sér.

Að sögn Freys þá hefur smálaxinn verið að láta bíða eftir sér í Deildará líkt og í flestum ám á Norðurlandi. Fram á hádegi í gær voru aðeins tveir laxar af 40 undir 70 cm að lengd.

Það breyttist hins vegar snarlega í gærkvöldi þegar menn urðu varir við talsverða göngu af eins árs laxi og hafa síðustu tvær vaktir skilað sex lúsugum smálöxum á land. Freyr sagði að vonandi væri smálaxinn nú loks að skila sér og það yrðu öflugar göngur af honum á næstu vikum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert