Stórlax kom á land í Þverá í Borgarfirði í morgun þegar að ensk veiðikona landaði þar fallegum 103 cm hæng.
Það var Annie Outhwaite sem veiddi laxinn á Sunray Shadow túpu í svokallaðri Klettfljótskvörn. Að sögn Egils Kristinssonar, bónda í Örnólfsdal og leiðsögumanns við ána, þá var um harða baráttu að ræða og tvísýnt á tímabili hvort myndi hafa betur í áttökunum. Svo fór þó að Annie náði að landa höfðingjanum sem er stærsti lax sumarsins af Þverár/Kjarrár svæðinu.
Að sögn Egils er enn talsvert af fiski að ganga og lúsugir laxar veiðast á hverri vakt auk þess sem talsvert mikið er af stórfiski víða um ána. Síðasta þriggja daga holl sem lauk veiðum á hádegi í dag landaði 50 löxum á sjö stangir. Það var skipað mjög rólegu erlendu veiðifólki sem fór sér að engu óðslega við veiðarnar og byrjaði seint á morgnana og hættu snemma á kvöldin.
Fram kom hjá Agli að auki að Þverá hefur nú farið yfir 1000 laxa og mjög stutt er í að Kjarrá að nái því þar sem síðasta holl lauk veiðum í hádeginu með 30 laxa á sjö stangir.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |