Stórlax á land úr Þverá

Annie Outwither með laxinn stóra við Klettsfljótskvörnina í morgun. TIl …
Annie Outwither með laxinn stóra við Klettsfljótskvörnina í morgun. TIl hliðar við hana er Egill Kristinsson leiðsögumaður. Aðsend

Stór­lax kom á land í Þverá í Borg­ar­f­irði í morg­un þegar að ensk veiðikona landaði þar fal­leg­um 103 cm hæng.

Það var Annie Out­hwaite sem veiddi lax­inn á Sunray Shadow túpu í svo­kallaðri Klett­fljótskvörn. Að sögn Eg­ils Krist­ins­son­ar, bónda í Örn­ólfs­dal og leiðsögu­manns við ána, þá var um harða bar­áttu að ræða og tví­sýnt á tíma­bili hvort myndi hafa bet­ur í át­tök­un­um.  Svo fór þó að Annie náði að landa höfðingj­an­um sem er stærsti lax sum­ars­ins af Þver­ár/​Kjar­rár svæðinu.

Að sögn Eg­ils er enn tals­vert af fiski að ganga og lúsug­ir lax­ar veiðast á hverri vakt auk þess sem tals­vert mikið er af stór­fiski víða um ána.  Síðasta þriggja daga holl sem lauk veiðum á há­degi í dag landaði 50 löx­um á sjö stang­ir. Það var skipað mjög ró­legu er­lendu veiðifólki sem fór sér að engu óðslega við veiðarn­ar og byrjaði seint á morgn­ana og hættu snemma á kvöld­in. 

Fram kom hjá Agli að auki að Þverá hef­ur nú farið yfir 1000 laxa og mjög stutt er í að Kjar­rá að nái því þar sem síðasta holl lauk veiðum í há­deg­inu með 30 laxa á sjö stang­ir.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert