Tarfaveiðin gengur vel

Ólafur Vigfússon með fallegan tarf sem hann felldi á svæði …
Ólafur Vigfússon með fallegan tarf sem hann felldi á svæði II. Ljósmynd/Aðsend

Hrein­dýra­veiði er haf­in þó svo að hinn al­menni veiðitími hefj­ist ekki fyrr en 1. ág­úst. Um­hverf­is­stofn­un get­ur heim­ilað veiði á törf­um frá 15. júlí. Heim­illt er að skjóta tarfa fram til 15. sept­em­ber og kýr fram til 20 sept­em­ber.

Fé­lag­arn­ir Hauk­ur Óskars­son og Ólaf­ur Vig­fús­son fóru ný­lega á svæði II og áttu þar leyfi hvor á sinn tarf­inn. Leiðsögumaður þeirra var Jón Eg­ill Sveins­son á Eg­ils­stöðum.

„Við fund­um þokka­lega góða hjörð á Fljóts­dals­heiði. Flest­ir tarfarn­ir voru í minni kant­in­um en þó voru tveir væn­ir í hjörðinni,“ sagði Ólaf­ur í sam­tali við Sporðaköst.

„Við geng­um ein­hverja tæpa tvo kíló­metra að hjörðinni sem þá tók á rás út á flat­neskju þar sem erfitt var að kom­ast að dýr­un­um. Í ná­grenn­inu fund­um við skorn­ing sem við gát­um farið eft­ir og svo skriðið síðustu metr­ana til að kom­ast í ákjós­an­legt færi.“

Þeir náðu að fella tvo stærstu tarf­ana í hjörðinni.  Veðrið var eins og best á kosið og Ólaf­ur seg­ir að þeir hafi átt góðan dag á fjöll­um.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd felldi Ólaf­ur glæsi­leg­an tarf og vel hyrnd­an. 

Heild­arkvóti á hrein­dýr á þessu ári er 1.450 dýr. Þar af er fjöldi tarfa 389 og kýr 1.061. Eins árs gaml­ir tarfar eru friðaðir og miðast veiðin á törf­um við eldri tarfa.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert