Tarfaveiðin gengur vel

Ólafur Vigfússon með fallegan tarf sem hann felldi á svæði …
Ólafur Vigfússon með fallegan tarf sem hann felldi á svæði II. Ljósmynd/Aðsend

Hreindýraveiði er hafin þó svo að hinn almenni veiðitími hefjist ekki fyrr en 1. ágúst. Umhverfisstofnun getur heimilað veiði á törfum frá 15. júlí. Heimillt er að skjóta tarfa fram til 15. september og kýr fram til 20 september.

Félagarnir Haukur Óskarsson og Ólafur Vigfússon fóru nýlega á svæði II og áttu þar leyfi hvor á sinn tarfinn. Leiðsögumaður þeirra var Jón Egill Sveinsson á Egilsstöðum.

„Við fundum þokkalega góða hjörð á Fljótsdalsheiði. Flestir tarfarnir voru í minni kantinum en þó voru tveir vænir í hjörðinni,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst.

„Við gengum einhverja tæpa tvo kílómetra að hjörðinni sem þá tók á rás út á flatneskju þar sem erfitt var að komast að dýrunum. Í nágrenninu fundum við skorning sem við gátum farið eftir og svo skriðið síðustu metrana til að komast í ákjósanlegt færi.“

Þeir náðu að fella tvo stærstu tarfana í hjörðinni.  Veðrið var eins og best á kosið og Ólafur segir að þeir hafi átt góðan dag á fjöllum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd felldi Ólafur glæsilegan tarf og vel hyrndan. 

Heildarkvóti á hreindýr á þessu ári er 1.450 dýr. Þar af er fjöldi tarfa 389 og kýr 1.061. Eins árs gamlir tarfar eru friðaðir og miðast veiðin á törfum við eldri tarfa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert