Góður gangur í Jöklu

Nýgengin 73 cm hrygna veidd á Hauksstaðabroti í gær.
Nýgengin 73 cm hrygna veidd á Hauksstaðabroti í gær. Strengir

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veiðiþjón­ust­unni Strengjum, sem held­ur utan um veiði í Jök­ulsá á Dal og ánum þar í kring, hef­ur verið góð veiði þar upp á síðkastið. 

Veiðisvæðið er dags dag­lega kallað Jökla og nær þar einnig til hliðaránna Fögru­hlíðarár, Kaldár og Laxár þar sem seiðaslepp­ing­ar fara einnig fram.

Hef­ur nú þegar 200 löx­um verið landað af svæðinu en þar hófst veiði 1. júlí og veitt er á sex til átta stang­ir og er þetta mun betri veiði en á sama tíma og í fyrra þegar 160 lax­ar voru komn­ir á land og varð heild­ar­veiðin í lok sum­ars 355 lax­ar.

Segja þeir sem til þekkja að lík­lega hefði veiðin þó orðið meiri ef Jökla sjálf hefði ekki farið á yf­ir­fall í lok ág­úst en þá verður Jökla mun erfiðari að veiða og menn verða að treysta meira á hliðar­árn­ar.

Veiðin í ár er nokkuð áþekk því sem hún var sum­arið 2015 þegar Jöklu­svæðið lokaði að hausti með 815 veidda laxa.

Þessa dag­ana eru göng­ur góðar og mikið að veiðast af lúsug­um laxi sem eru jafnt smá­lax­ar í bland við ný­gengna stór­laxa yfir 70 cm á lengd.

Þá kem­ur fram að sjó­bleikju­veiði hafi verið sér­stak­lega góð í Fögru­hlíðará en í fyrra var þar met­veiði í henni. Í gær­morg­un kom þar mikið skot niður í Fögru­hlíðarósn­um þegar veiðimenn lönduðu á fjór­um klukku­stund­um 77 sjó­bleikj­um. Segja kunn­ug­ir að þar verði mögu­lega met­veiðin á sjó­bleikju frá því í fyrra sleg­in nú í sum­ar.

Frá Klapparhyl í Jöklu.
Frá Klapp­ar­hyl í Jöklu. Streng­ir
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert