Villimenn í Leirvogsá

Elías Pétur Viðfjörð með þrjá úr Leirvogsá. Hann er einn …
Elías Pétur Viðfjörð með þrjá úr Leirvogsá. Hann er einn af Villimönnunum. Ljósmynd/Aðsend

Leir­vogsá hef­ur gefið 165 laxa það sem af er sumri. Það er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra og er að sama skapi tölu­vert meira af laxi í ánni og hann er vel dreifður. Villi­menn eru að veiðum í Leir­vogsá í dag, en það er hóp­ur ungra manna sem eru mjög áber­andi á sam­fé­lags­miðlum í frá­sögn­um af veiði af öll­um toga. Hóp­ur­inn kall­ar sig Villi­menn en þeir standa tæp­ast und­ir nafni þar sem nán­ast öll­um fiski er sleppt.

Gunnar Andri Viðarsson t.v. og Elías Pétur Viðfjörð Villimaður með …
Gunn­ar Andri Viðars­son t.v. og Elías Pét­ur Viðfjörð Villimaður með þrjá laxa úr Kvörn­inni. Alls eru komn­ir 165 lax­ar úr Leir­vogsá. Ljós­mynd/​Aðsend

Þeir lönduðu ein­um laxi í morg­un sem tók maðk á Nýju-Brú og svo misstu þeir einn á flugu í Neðri-Skrauta. Elías Pét­ur Viðfjörð, einn af Villi­mönn­um, lét vel af Leir­vogsá og sagði hann mikið af fiski í ánni en tak­an væri ró­leg. „Þetta kem­ur ör­ugg­lega seinnipart­inn,“ sagði Elías í sam­tali við Sporðaköst, nú í hlé­inu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert