Leirvogsá hefur gefið 165 laxa það sem af er sumri. Það er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra og er að sama skapi töluvert meira af laxi í ánni og hann er vel dreifður. Villimenn eru að veiðum í Leirvogsá í dag, en það er hópur ungra manna sem eru mjög áberandi á samfélagsmiðlum í frásögnum af veiði af öllum toga. Hópurinn kallar sig Villimenn en þeir standa tæpast undir nafni þar sem nánast öllum fiski er sleppt.
Þeir lönduðu einum laxi í morgun sem tók maðk á Nýju-Brú og svo misstu þeir einn á flugu í Neðri-Skrauta. Elías Pétur Viðfjörð, einn af Villimönnum, lét vel af Leirvogsá og sagði hann mikið af fiski í ánni en takan væri róleg. „Þetta kemur örugglega seinnipartinn,“ sagði Elías í samtali við Sporðaköst, nú í hléinu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |