Fín veiði í Reykjadalsá

Maríulax sem náðist á land úr Klettsfljóti á dögunum.
Maríulax sem náðist á land úr Klettsfljóti á dögunum. Ljósmynd/SVFK

Laxveiði í Reykjadalsá í Borgarfirði hefur verið með besta móti það sem af er sumri en hún hefur í gegnum tíðina helst verið þekkt sem mikil síðsumarsá.

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Keflavíkur, sem hefur haft veiðirétt í ánni um áratuga skeið, voru um miðja síðustu viku komnir 128 laxar á land.

Veitt er á tvær stangir í ánni og þetta verður að teljast góð veiði því aðalveiðin í gegnum árin hefur yfirleitt verið í haustrigningum frá seinni hluta ágúst og september.

Nú í sumar hefur verið nóg af vatni og er fiskurinn því töluvert dreifður um ána. Vatnið hefur jafnvel stundum verið það mikið að mönnum hefur þótt það of mikið af því góða.

Það hefur verið ævintýraleg veiði á köflum og fékk eitt tveggja daga holl um miðjan júlí 31 lax á stangirnar tvær sem dreifðust frá neðstu veiðistöðum alveg upp í Giljafoss sem er efsti veiðistaður árinnar.

Sumarið 2017 var heildarveiðin 242 laxar og þar af gaf september einn 140. Meðalveiði síðustu árin hefur verið rétt um 200 laxar, en metveiði var sumarið 2013 þegar 355 laxar veiddust.

Fallegur lax sem kom úr Mjónesál á dögunum.
Fallegur lax sem kom úr Mjónesál á dögunum. Ljósmynd/SVFK
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert