Góð veiði í Tungufljóti

Lax á leiðinni í klakkistu við Tungufljótið í gær. Fossinn …
Lax á leiðinni í klakkistu við Tungufljótið í gær. Fossinn Faxi í baksýn. lax-a.is

Fram kem­ur hjá Stang­veiðifé­lag­inu Lax-á sem hef­ur Tungufljót í Bisk­upstung­um á sín­um snær­um að nú sé þar mik­il veiði.

Tveir menn voru þar við veiðar í gær og lönduðu átta löx­um fyr­ir neðan foss­inn Faxa. Létu þeir hafa eft­ir sér að lax­ar hafi verið á í nán­ast hverju kasti fyr­ir neðan foss­inn og urðu þeir var­ir við mikið líf þar. Nokkr­ir af löx­un­um voru ný­gengn­ir úr hafi og lúsug­ir og þar af voru tvær 75 cm hrygn­ur í afl­an­um sem sett­ar voru í klak.

Fram kem­ur að þeir fé­lag­ar hafi veitt á tví­hend­ur með sökk­enda og notuðu aðallega túp­ur eins og bláa Skógá, Snældu og Collie dog.

Veiðimaður sem veiddi á móti þeim í gær var með fjóra laxa á sína stöng og því var 12 löx­um landað yfir dag­inn.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert