Fram kemur hjá Stangveiðifélaginu Lax-á sem hefur Tungufljót í Biskupstungum á sínum snærum að nú sé þar mikil veiði.
Tveir menn voru þar við veiðar í gær og lönduðu átta löxum fyrir neðan fossinn Faxa. Létu þeir hafa eftir sér að laxar hafi verið á í nánast hverju kasti fyrir neðan fossinn og urðu þeir varir við mikið líf þar. Nokkrir af löxunum voru nýgengnir úr hafi og lúsugir og þar af voru tvær 75 cm hrygnur í aflanum sem settar voru í klak.
Fram kemur að þeir félagar hafi veitt á tvíhendur með sökkenda og notuðu aðallega túpur eins og bláa Skógá, Snældu og Collie dog.
Veiðimaður sem veiddi á móti þeim í gær var með fjóra laxa á sína stöng og því var 12 löxum landað yfir daginn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |