Í meðallagi í Gljúfurá

Glímt við lax í Gljúfurá.
Glímt við lax í Gljúfurá. SVFR

Veiði hófst í Gljúfurá í Borgarfirði 25. júní og fór ágætlega af stað í upphafi en síðan hefur talsvert dregið úr veiði.

Í gærkvöldi var búið að veiða 156 laxa og 17 silunga, en veitt er á þrjár stangir. Veiði fór vel af stað og landaði fyrsta hollið 11 löxum og þar af 8 fyrsta daginn. Áin er fyrst og fremst smálaxaá en stærsti laxinn til þessa veiddist í Neðri-Móhyl 17. júlí á maðk og reyndist það vera 83 cm hrygna sem var drepin og var vegin 6 kíló.

Teinar hafa gefið flesta laxa það sem af er eða 21, en Kerið og Geitaberg koma þar á eftir með 15 laxa. Veiðst hafa 52 laxar á flugu en 104 á maðkinn. Samkvæmt teljara sem staðsettur er neðarlega í ánni hafa gengið 412 fiskar þar í gegn síðan hann var settur niður í byrjun júní, en einhver hluti af því er silungur. Síðastliðna sjö daga hafa þó aðeins 16 fiskar gengið þar í gegn.

Sumarið 2017 veiddust 282 laxar í Gljúfurá sem er nálægt meðalveiði. Metár var hins vegar sumarið 2015 þegar 639 laxar veiddust.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert