Í meðallagi í Gljúfurá

Glímt við lax í Gljúfurá.
Glímt við lax í Gljúfurá. SVFR

Veiði hófst í Gljúf­urá í Borg­ar­f­irði 25. júní og fór ágæt­lega af stað í upp­hafi en síðan hef­ur tals­vert dregið úr veiði.

Í gær­kvöldi var búið að veiða 156 laxa og 17 sil­unga, en veitt er á þrjár stang­ir. Veiði fór vel af stað og landaði fyrsta hollið 11 löx­um og þar af 8 fyrsta dag­inn. Áin er fyrst og fremst smá­laxaá en stærsti lax­inn til þessa veidd­ist í Neðri-Mó­hyl 17. júlí á maðk og reynd­ist það vera 83 cm hrygna sem var drep­in og var veg­in 6 kíló.

Tein­ar hafa gefið flesta laxa það sem af er eða 21, en Kerið og Geita­berg koma þar á eft­ir með 15 laxa. Veiðst hafa 52 lax­ar á flugu en 104 á maðkinn. Sam­kvæmt telj­ara sem staðsett­ur er neðarlega í ánni hafa gengið 412 fisk­ar þar í gegn síðan hann var sett­ur niður í byrj­un júní, en ein­hver hluti af því er sil­ung­ur. Síðastliðna sjö daga hafa þó aðeins 16 fisk­ar gengið þar í gegn.

Sum­arið 2017 veidd­ust 282 lax­ar í Gljúf­urá sem er ná­lægt meðal­veiði. Metár var hins veg­ar sum­arið 2015 þegar 639 lax­ar veidd­ust.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert