Örfluga og Heimasætan

Örflugan Brá er fluga vikunnar fyrir lax.
Örflugan Brá er fluga vikunnar fyrir lax. Ljósmynd/Veiðihornið

Við kynn­um til leiks flug­ur vik­unn­ar. Það er örflug­an Brá fyr­ir lax­inn og hin klass­íska heima­sæta fyr­ir bleikju og þá sér­stak­lega fyr­ir sjó­gengna.

Brá – örfluga

Lík­lega besta örflug­an í björtu veðri. Nú þegar komið er fram á há­sum­ar og vatn fer að minnka í laxveiðián­um er tími örflug­unn­ar runn­inn upp.

Brá veiðir sér­stak­lega vel við viðkvæm­ar aðstæður og þegar bjart er. 

Best er að veiða með Brá á langa og granna tauma úr flúor car­bon og strippa hratt.

Hin klassíska straumfluga Heimasætan er ávallt góð í bleikju og …
Hin klass­íska straum­fluga Heima­sæt­an er ávallt góð í bleikju og þá sér­stak­lega sjó­geng­inni. Ljós­mynd/​Veiðihornið

Heima­sæt­an fyr­ir bleikj­una

Frá­bær straum­fluga í bleikju og ekki síst sjó­gengna. Oft­ast gef­ur Heima­sæt­an best þegar henni er kastað þvert á eða ör­lítið niður und­an straumi og mendað dug­lega upp í straum til að hægja á rennsl­inu. 

Bleikj­an tek­ur Heima­sæt­una gjarn­an þegar byrjað er að draga hana hægt inn eft­ir að hún hef­ur stöðvast al­veg niður und­an veiðimanni.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert