Örfluga og Heimasætan

Örflugan Brá er fluga vikunnar fyrir lax.
Örflugan Brá er fluga vikunnar fyrir lax. Ljósmynd/Veiðihornið

Við kynnum til leiks flugur vikunnar. Það er örflugan Brá fyrir laxinn og hin klassíska heimasæta fyrir bleikju og þá sérstaklega fyrir sjógengna.

Brá – örfluga

Líklega besta örflugan í björtu veðri. Nú þegar komið er fram á hásumar og vatn fer að minnka í laxveiðiánum er tími örflugunnar runninn upp.

Brá veiðir sérstaklega vel við viðkvæmar aðstæður og þegar bjart er. 

Best er að veiða með Brá á langa og granna tauma úr flúor carbon og strippa hratt.

Hin klassíska straumfluga Heimasætan er ávallt góð í bleikju og …
Hin klassíska straumfluga Heimasætan er ávallt góð í bleikju og þá sérstaklega sjógenginni. Ljósmynd/Veiðihornið

Heimasætan fyrir bleikjuna

Frábær straumfluga í bleikju og ekki síst sjógengna. Oftast gefur Heimasætan best þegar henni er kastað þvert á eða örlítið niður undan straumi og mendað duglega upp í straum til að hægja á rennslinu. 

Bleikjan tekur Heimasætuna gjarnan þegar byrjað er að draga hana hægt inn eftir að hún hefur stöðvast alveg niður undan veiðimanni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert