Styttist í yfirfall í Jöklu og Blöndu

Fossinn Hverfandi í Jökulsá á Dal.
Fossinn Hverfandi í Jökulsá á Dal.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsvirkjun hefur Hálslón hækkað um rúmlega þrjá metra síðastliðna viku og nú vantar aðeins örfáa cm upp á að það fyllist.

Áætlað er að Hálslón fari á yfirfall nú í kvöld eða í fyrramálið þegar yfirborð lónsins nær 625 metrum yfir sjávarmáli. Þá myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu við gljúfurbarminn þar sem vatnið steypist niður 90 til 100 metra.

Foss­inn er afl­mik­ill og get­ur orðið vatns­meiri en Detti­foss og þar með vatnsmesta vatnsfall Evrópu.

Að sögn Þrastar Elliðasonar, sem heldur utan um veiði í Jöklu hefur verið gríðarleg bráðnun í jöklinum og á hálendinu í þeirri veðurblíðu sem búin er að vera í allt sumar norðaustanlands sem orsakar að Hálslón fyllist fyrr en ella. Yfirleitt fyllist ekki lónið fyrr en seinni hlutann í ágúst og árið 2015 gerðist það ekki fyrr en í október eftir að veiðitíma lauk. Árið 2010 fór Hálslón hins vegar á yfirfall 28. júlí.

Eftir að yfirfallið er skollið á verður Jökla sjálf erfiðari viðureignar, en þá færist veiðin  meira yfir í hliðarárnar sem væru mjög skemmtilegar, auk þess sem stöngum er þá fækkað. Þröstur sagði að ljóst væri að mikið af laxi er þegar gengið á efri hlutann í Jöklu sem kæmi ekki til með að veiðast þegar áin verður komin á yfirfall. Hið góða er þó að hann mun hrygna í staðinn enda hrygning verið staðfest þar upp frá í rannsóknum.

Að öðru leyti væri veiðin væri búin að vera góð í sumar og veiddust 15 laxar í gær og um 330 laxar komnir á land í heildina. Þetta væri svipuð heildarveiði og allt sumarið 2017 og mun betra en á sama tíma og metveiðiárið 2015 þegar 815 laxar veiddust í heildina, en þá fór Jökla ekki á yfirfall fyrr en eftir að veiðitíma lauk.

Þá styttist í að Blanda detti í yfirfall þar sem Blöndulón hefur einnig hækkað hratt og nú vantar aðeins 10 cm á að vatn renni þar á yfirfalli samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun.

Hægt er að fylgjast með stöðu á miðlunarlóna Landsvirkjunar hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert