Samkvæmt tilkynningu frá Landsvirkjun hefur Hálslón hækkað um rúmlega þrjá metra síðastliðna viku og nú vantar aðeins örfáa cm upp á að það fyllist.
Áætlað er að Hálslón fari á yfirfall nú í kvöld eða í fyrramálið þegar yfirborð lónsins nær 625 metrum yfir sjávarmáli. Þá myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu við gljúfurbarminn þar sem vatnið steypist niður 90 til 100 metra.
Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss og þar með vatnsmesta vatnsfall Evrópu.
Að sögn Þrastar Elliðasonar, sem heldur utan um veiði í Jöklu hefur verið gríðarleg bráðnun í jöklinum og á hálendinu í þeirri veðurblíðu sem búin er að vera í allt sumar norðaustanlands sem orsakar að Hálslón fyllist fyrr en ella. Yfirleitt fyllist ekki lónið fyrr en seinni hlutann í ágúst og árið 2015 gerðist það ekki fyrr en í október eftir að veiðitíma lauk. Árið 2010 fór Hálslón hins vegar á yfirfall 28. júlí.
Eftir að yfirfallið er skollið á verður Jökla sjálf erfiðari viðureignar, en þá færist veiðin meira yfir í hliðarárnar sem væru mjög skemmtilegar, auk þess sem stöngum er þá fækkað. Þröstur sagði að ljóst væri að mikið af laxi er þegar gengið á efri hlutann í Jöklu sem kæmi ekki til með að veiðast þegar áin verður komin á yfirfall. Hið góða er þó að hann mun hrygna í staðinn enda hrygning verið staðfest þar upp frá í rannsóknum.
Að öðru leyti væri veiðin væri búin að vera góð í sumar og veiddust 15 laxar í gær og um 330 laxar komnir á land í heildina. Þetta væri svipuð heildarveiði og allt sumarið 2017 og mun betra en á sama tíma og metveiðiárið 2015 þegar 815 laxar veiddust í heildina, en þá fór Jökla ekki á yfirfall fyrr en eftir að veiðitíma lauk.
Þá styttist í að Blanda detti í yfirfall þar sem Blöndulón hefur einnig hækkað hratt og nú vantar aðeins 10 cm á að vatn renni þar á yfirfalli samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun.
Hægt er að fylgjast með stöðu á miðlunarlóna Landsvirkjunar hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |