Bandaríski veiðimaðurinn Art Lee er fallinn frá en hann er einn frægasti fluguveiðimaður samtímans og hafði mikil áhrif í gegnum bækur sínar og skrif fyrir þekkt bandarísk veiðitímarit. Lee veiddi áratugum saman á Íslandi.
Greint er frá þessu í New York Times og sagt að dánarmein hans hafi verið hjartaáfall sem hann fékk á heimili sínu í Roscoe í New York-ríki 22. júlí og lést hann þremur dögum síðar á sjúkrahúsi 78 ára gamall
Ritaði Lee um áratugaskeið fjölda bóka og hundruð greina í tímarit um fluguveiði og sennilega þekktasti rithöfundurinn á því sviði. Auk þess ritaði hann greinar í önnur tímarit eins og National Geographic og Sports Illustrated. Þá kom hann við sögu sem ritstjóri hins þekkta Fly Fishing Magazine og Atlantic Salmon Journal.
Hann ritaði ótalmargar greinar um lax- og silungsveiði, eins og um þurrfluguveiði og gáruhnútinn eða hið svokallaða hitch. „Hitch-inu“ kom Lee Wullf, annar þekktur bandarískur veiðimaður, fram á sjónarsviðið í kringum 1940 þegar hann sá innfædda indíána við ána Portland á Nýfundalandi nota aðferðina við laxveiðar, en með útfærslu Art Lee varð það almennari veiðiaðferð á atlantshafslaxi.
Lee veiddi víða um heim og kom áratugum saman til Íslands og veiddi í mörgum veiðiám hér. Hann veiddi oft í Laxá í Aðaldal, einkum á Nessvæðinu sem hann hafði mikið dálæti á. Þar landaði hann mörgum stórfiskum og veiddi þar fimm skipti stærstu laxa sem veiddust þá á landinu.
Þórður Pétursson, fluguhnýtari á Húsavík, hnýtti eitt sinn flugu sem Art Lee tók miklu ástfóstri við. Fluguna hnýtti Þórður í samræmi við klæðnað Lee þegar hann veiddi eitt haustið með heimamönnum í klak í Laxá. Fékk Lee 13 af 16 löxum sínum á þessa flugu sem var í kjölfarið auðvitað skýrð Art Lee Special.
Lee vann að auki lengi vel með Orra Vigfússyni við verndun atlantshafslaxins í gegnum Verndarsjóð villtra laxa (NASF).
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |