Íslandsvinur fallinn frá

Art Lee hampar laxi framan á forsíðu á einni bóka …
Art Lee hampar laxi framan á forsíðu á einni bóka sinna. Kristin Lee

Banda­ríski veiðimaður­inn Art Lee er fall­inn frá en hann er einn fræg­asti flugu­veiðimaður sam­tím­ans og hafði mik­il áhrif í gegn­um bæk­ur sín­ar og skrif fyr­ir þekkt banda­rísk veiðitíma­rit. Lee veiddi ára­tug­um sam­an á Íslandi.

Greint er frá þessu í New York Times og sagt að dán­ar­mein hans hafi verið hjarta­áfall sem hann fékk á heim­ili sínu í Roscoe í New York-ríki 22. júlí og lést hann þrem­ur dög­um síðar á sjúkra­húsi 78 ára gam­all

Ritaði Lee um ára­tuga­skeið fjölda bóka og hundruð greina í tíma­rit um flugu­veiði og senni­lega þekkt­asti rit­höf­und­ur­inn á því sviði. Auk þess ritaði hann grein­ar í önn­ur tíma­rit eins og Nati­onal Geograp­hic og Sports Illustra­ted. Þá kom hann við sögu sem rit­stjóri hins þekkta Fly Fis­hing Magaz­ine og Atlantic Salmon Journal. 

Hann ritaði ótalmarg­ar grein­ar um lax- og sil­ungsveiði, eins og um þurrflugu­veiði og gáru­hnút­inn eða hið svo­kallaða hitch. „Hitch-inu“ kom Lee Wullf, ann­ar þekkt­ur banda­rísk­ur veiðimaður, fram á sjón­ar­sviðið í kring­um 1940 þegar hann sá inn­fædda indí­ána við ána Port­land á Ný­fundalandi nota aðferðina við laxveiðar, en með út­færslu Art Lee varð það al­menn­ari veiðiaðferð á atlants­hafslaxi.

Lee veiddi víða um heim­ og kom ára­tug­um sam­an til Íslands og veiddi í mörg­um veiðiám hér.  Hann veiddi oft í Laxá í Aðal­dal, einkum á Nessvæðinu sem hann hafði mikið dá­læti á. Þar landaði hann mörg­um stór­fisk­um og veiddi þar fimm skipti stærstu laxa sem veidd­ust þá á land­inu.

Þórður Pét­urs­son, flugu­hnýt­ari á Húsa­vík, hnýtti eitt sinn flugu sem Art Lee tók miklu ást­fóstri við. Flug­una hnýtti Þórður í sam­ræmi við klæðnað Lee þegar hann veiddi eitt haustið með heima­mönn­um í klak í Laxá. Fékk Lee 13 af 16 löx­um sín­um á þessa flugu sem var í kjöl­farið auðvitað skýrð Art Lee Special.

Lee vann að auki lengi vel með Orra Vig­fús­syni við vernd­un atlants­hafslax­ins í gegn­um Vernd­ar­sjóð villtra laxa (NASF).

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert