Íslandsvinur fallinn frá

Art Lee hampar laxi framan á forsíðu á einni bóka …
Art Lee hampar laxi framan á forsíðu á einni bóka sinna. Kristin Lee

Banda­ríski veiðimaður­inn Art Lee er fall­inn frá en hann er einn fræg­asti flugu­veiðimaður sam­tím­ans og hafði mik­il áhrif í gegn­um bæk­ur sín­ar og skrif fyr­ir þekkt banda­rísk veiðitíma­rit. Lee veiddi ára­tug­um sam­an á Íslandi.

Greint er frá þessu í New York Times og sagt að dán­ar­mein hans hafi verið hjarta­áfall sem hann fékk á heim­ili sínu í Roscoe í New York-ríki 22. júlí og lést hann þrem­ur dög­um síðar á sjúkra­húsi 78 ára gam­all

Ritaði Lee um ára­tuga­skeið fjölda bóka og hundruð greina í tíma­rit um flugu­veiði og senni­lega þekkt­asti rit­höf­und­ur­inn á því sviði. Auk þess ritaði hann greinar í önnur tímarit eins og National Geographic og Sports Illustrated. Þá kom hann við sögu sem ritstjóri hins þekkta Fly Fishing Magazine og Atlantic Salmon Journal. 

Hann ritaði ótalmarg­ar grein­ar um lax- og sil­ungsveiði, eins og um þurrflugu­veiði og gáruhnút­inn eða hið svo­kallaða hitch. „Hitch-inu“ kom Lee Wullf, ann­ar þekkt­ur banda­rísk­ur veiðimaður, fram á sjón­ar­sviðið í kring­um 1940 þegar hann sá inn­fædda indí­ána við ána Port­land á Ný­fundalandi nota aðferðina við laxveiðar, en með út­færslu Art Lee varð það al­menn­ari veiðiaðferð á atlants­hafslaxi.

Lee veiddi víða um heim­ og kom ára­tug­um sam­an til Íslands og veiddi í mörg­um veiðiám hér.  Hann veiddi oft í Laxá í Aðal­dal, einkum á Nessvæðinu sem hann hafði mikið dá­læti á. Þar landaði hann mörg­um stór­fisk­um og veiddi þar fimm skipti stærstu laxa sem veidd­ust þá á land­inu.

Þórður Pét­urs­son, flugu­hnýt­ari á Húsa­vík, hnýtti eitt sinn flugu sem Art Lee tók miklu ást­fóstri við. Flug­una hnýtti Þórður í sam­ræmi við klæðnað Lee þegar hann veiddi eitt haustið með heimamönnum í klak í Laxá. Fékk Lee 13 af 16 löx­um sín­um á þessa flugu sem var í kjöl­farið auðvitað skýrð Art Lee Special.

Lee vann að auki lengi vel með Orra Vigfússyni við verndun atlantshafslaxins í gegnum Verndarsjóð villtra laxa (NASF).

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert