Batamerki á bleikju í Eyjafjarðará

Jón Gunnar með 65 sentímetra bleikju úr opnun á efstu …
Jón Gunnar með 65 sentímetra bleikju úr opnun á efstu svæðum Eyjafjarðarár. Hann segir batamerkin greinileg en nokkuð sé í að áin nái fyrri styrk. Ljósmynd/Aðsend

Eyjafjarðará er að rétta úr kútnum eftir mikla niðursveiflu í mörg ár. Sterk opnun á efstu tveimur svæðunum nú um mánaðamótin talar sínu máli. Fjórða og fimmta svæðið eru efstu svæði árinnar og var eitt magnaðasta bleikjusvæði á landinu.

Jón Gunnar Benjamínsson þekkir Eyjafjarðará eins og puttana á sér og hann fór til veiða fyrstu dagana sem svæði fimm opnaði. „Ja eigum við ekki að segja að hún sýni nokkuð jákvæð batamerki eftir gríðarlega niðursveiflu undanfarinna ára þótt hún eigi langt í land með að ná fyrri hæðum?“ sagði Jón Gunnar í samtali við Sporðaköst. Hann var við veiðar ásamt ungum efnilegum veiðimönnum, afkomendum Gylfa Kristjánssonar heitins.

Birkir Björnsson með um 70 sentimetra bleikju úr Eyjafjarðará. Þessi …
Birkir Björnsson með um 70 sentimetra bleikju úr Eyjafjarðará. Þessi stærð er gjarna kölluð kusa. Ljósmynd/Aðsend

Kusurnar mættar

Stóra bleikjan sem veiðimenn sækjast eftir á þessu svæði lét svo sannarlega sjá sig og þó nokkrar á bilinu 60 til ríflega 70 sentimetrar veiddust. Það eru hinar svokölluðu „kusur“ og þær halda sig mest í efsta hluta árinnar.

Jón Gunnar sjálfur landaði einni slíkri á Jökulbreiðu og sagði hann hefðbundna kúluhausa helst vera að virka. Hann nefndi til sögunnar, „Pheasant Tail, Krók, Mýslu og flugurnar hans Sveins Þórs, Prestinn, Rolluna og annað sem kalla má hefðbundna kúluhausa. Silfurperlan er líka sterk.“

Jón Gunnar með stærstu bleikju sem hann hefur veitt í …
Jón Gunnar með stærstu bleikju sem hann hefur veitt í Eyjafjarðará í gamla daga. Þessi var 74 sentímetrar og 4,6 kíló. Ljósmynd/Aðsend

Takan hefur aðeins dottið niður eftir þessa sterku opnun, en það var eitthvað sem mátti búast við.

Einungis er veitt í mánuð á efstu svæðum árinnar frá 1. ágúst til loka mánaðar. Skylt er að sleppa öllum bleikjum á efstu tveimur svæðunum. Af þessu má sjá að veiðifélagið er enn að styðja við bleikjuna á þessu svæði en hér á árum áður var bleikjan ofveidd í efri hluta Eyjafjarðarár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert