Rólegt í Fnjóská

Glímt við lax á Malareyrinni á svæði eitt í Fnjóská.
Glímt við lax á Malareyrinni á svæði eitt í Fnjóská. fnjoska.is

Enn er frem­ur ró­legt í Fnjóská en menn höfðu von­ast eft­ir góðum göng­um af smá­laxi nú um mánaðamót­in.

Í sam­tali við Guðmund Gunn­ars­son hjá Stang­veiðifé­lag­inu Flúðir, sem hef­ur haft Fnjóská á sín­um snær­um um ára­tuga­skeið, kom fram að hann hefði verið þar að veiðum nú um helg­ina ásamt fleiri fé­lags­mönn­um.  Voru flest­ir þar þaul­van­ir og landaði hollið 15 löx­um á tveim­ur dög­um á stang­irn­ar átta sem sé í með því allra minnsta sem þeir hafi fengið á þess­um tíma á síðustu árum.  

Guðmund­ur sagði að ástandið í Fnjóská væri þó mun betra en í fyrra og miklu meira líf í ánni. Menn urðu var­ir við fisk á öll­um svæðum sem er ólíkt því sem var í fyr­ir ári þegar lítið líf var í ánni enda var það eitt lé­leg­asta veiðiár í sögu henn­ar og heild­ar­veiðin varð rétt rúm­lega 100 lax­ar.

Þá urðu menn var­ir við tals­vert af nýj­um laxi á neðsta svæðinu en hann virðist stoppa lítið á hefðbundn­um stöðum eins og Hell­unni og Kol­beinspolli þar sem lítið vatn er í ánni vegna hinn­ar miklu veður­blíðu norðan­lands í sum­ar og Lauf­ás­foss­ar því lít­il fyr­ir­staða.  Guðumund­ur kvaðst hafa verið að veiða Hell­una um helg­ina og orðið þar var við fjóra ný­gegna laxa og hefði byrjað að kasta á þá flugu en fimm mín­út­um seinna voru þrír af þeim horfn­ir í átt að laxa­stig­an­um við Lauf­ás­fossa.

Taldi Guðmund­ur að um 80 lax­ar væru komn­ir á land í heild­ina. Stærsti lax­inn fram að þessu er 91 cm hæng­ur sem veidd­ist á spón á Sand­in­um og var sett­ur í klak.

Þá hef­ur Guðmund­ur ásamt öðrum verið með veiðirétt að hluta í Skjálf­andafljóti sem hef­ur verið  „haugskít­ugt“ í allt sum­ar og sé það önn­ur hlið á veður­blíðunni norðan­lands því við þau skil­yrði yrði sól­bráðin svo mik­il í jökl­in­um að fljótið litaðist mikið og yrði þar af leiðandi mjög erfitt til veiða. Í heild­ina væri þar ekki búin að vera góð veiði í sum­ar en um leið og kólnaði yrði auðveld­ara um vik að veiða þar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert