Enn er fremur rólegt í Fnjóská en menn höfðu vonast eftir góðum göngum af smálaxi nú um mánaðamótin.
Í samtali við Guðmund Gunnarsson hjá Stangveiðifélaginu Flúðir, sem hefur haft Fnjóská á sínum snærum um áratugaskeið, kom fram að hann hefði verið þar að veiðum nú um helgina ásamt fleiri félagsmönnum. Voru flestir þar þaulvanir og landaði hollið 15 löxum á tveimur dögum á stangirnar átta sem sé í með því allra minnsta sem þeir hafi fengið á þessum tíma á síðustu árum.
Guðmundur sagði að ástandið í Fnjóská væri þó mun betra en í fyrra og miklu meira líf í ánni. Menn urðu varir við fisk á öllum svæðum sem er ólíkt því sem var í fyrir ári þegar lítið líf var í ánni enda var það eitt lélegasta veiðiár í sögu hennar og heildarveiðin varð rétt rúmlega 100 laxar.
Þá urðu menn varir við talsvert af nýjum laxi á neðsta svæðinu en hann virðist stoppa lítið á hefðbundnum stöðum eins og Hellunni og Kolbeinspolli þar sem lítið vatn er í ánni vegna hinnar miklu veðurblíðu norðanlands í sumar og Laufásfossar því lítil fyrirstaða. Guðumundur kvaðst hafa verið að veiða Helluna um helgina og orðið þar var við fjóra nýgegna laxa og hefði byrjað að kasta á þá flugu en fimm mínútum seinna voru þrír af þeim horfnir í átt að laxastiganum við Laufásfossa.
Taldi Guðmundur að um 80 laxar væru komnir á land í heildina. Stærsti laxinn fram að þessu er 91 cm hængur sem veiddist á spón á Sandinum og var settur í klak.
Þá hefur Guðmundur ásamt öðrum verið með veiðirétt að hluta í Skjálfandafljóti sem hefur verið „haugskítugt“ í allt sumar og sé það önnur hlið á veðurblíðunni norðanlands því við þau skilyrði yrði sólbráðin svo mikil í jöklinum að fljótið litaðist mikið og yrði þar af leiðandi mjög erfitt til veiða. Í heildina væri þar ekki búin að vera góð veiði í sumar en um leið og kólnaði yrði auðveldara um vik að veiða þar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |