Stórlax á land úr Gaula

Sigbjørn með laxinn stóra við Gaula í gær.
Sigbjørn með laxinn stóra við Gaula í gær. Tomas Helweg

Stórlax veiddist í gær úr ánni Gaula í Noregi á svæðinu Valdøyan/Valdum sem er skammt suður af Þrándheimi.

Það var Sigbjørn Svenkerud sem fékk risahæng þegar hann var þar á veiðum í gær. Þessi risalax mældist 121 cm á lengd og var vigtaður 18,5 kíló að þyngd.  Ekki kom fram á hvaða flugu sá stóri veiddist, en Sigbjørn sleppti honum eftir myndatökuna.

Þessu til viðbótar fékk hann 8 og 5 kíló laxa sem einnig var sleppt. Alls komu 13 laxar á land á þessu svæði í gær sem þykir mjög gott þar sem aðeins er búið að veiða 56 laxa á þessu svæði frá því að veiði hófst 1. júní. 

54% af veiddum löxum hefur verið sleppt aftur sem er með því hæsta sem gerist í norskum veiðiám.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert