Stórlax á land úr Gaula

Sigbjørn með laxinn stóra við Gaula í gær.
Sigbjørn með laxinn stóra við Gaula í gær. Tomas Helweg

Stórlax veiddist í gær úr ánni Gaula í Noregi á svæðinu Valdøyan/Valdum sem er skammt suður af Þrándheimi.

Það var Sigbjørn Svenkerud sem fékk risahæng þegar hann var þar á veiðum í gær. Þessi risalax mældist 121 cm á lengd og var vigtaður 18,5 kíló að þyngd.  Ekki kom fram á hvaða flugu sá stóri veiddist, en Sigbjørn sleppti honum eftir myndatökuna.

Þessu til viðbótar fékk hann 8 og 5 kíló laxa sem einnig var sleppt. Alls komu 13 laxar á land á þessu svæði í gær sem þykir mjög gott þar sem aðeins er búið að veiða 56 laxa á þessu svæði frá því að veiði hófst 1. júní. 

54% af veiddum löxum hefur verið sleppt aftur sem er með því hæsta sem gerist í norskum veiðiám.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert