Tröllslegir hængar

Bjarni Hafþór með hænginn úr Langhyl. Gott er að dæma …
Bjarni Hafþór með hænginn úr Langhyl. Gott er að dæma stærð fiska af gripinu við sporðblöðkuna. Ef ekki næst utan um styrtluna eru allar líkur á að fiskurinn standi 10 kíló. Ljósmynd/Aðsend

Tveir trölls­leg­ir hæng­ar komu á þurrt síðustu daga. Ann­ar var í Kjar­rá 98 senti­metr­ar og hinn veidd­ist í Lang­hyl í Laxá á Ásum og mæld­ist 97 senti­metr­ar. Báðir þess­ir hæng­ar eru farn­ir að taka á sig haust- og hrygn­ing­ar­lit og orðnir víga­leg­ir.

Hæng­ur­inn í Laxá á Ásum er einkar fal­legt ein­tak með víga­leg­an gogg. Það var Bjarni Hafþór Helga­son sem setti í fisk­inn á hálftommu rauða Frances. Hann sagði í sam­tali við Sporðaköst að viður­eign­in hefði tekið tæp­an hálf­tíma. „Það hátt­ar þannig til við Lang­hyl að þar er hátt sef við báða bakka og ef fisk­ur­inn keyr­ir inn í það þá er viður­eign­in að öll­um lík­ind­um töpuð. Ég vandaði mig við að taka ekki of fast á hon­um til að gera hann ekki vit­laus­an.“

98 cm hængur sem veiddist á þriðjudagsmorgun í veiðistaðnum EP …
98 cm hæng­ur sem veidd­ist á þriðju­dags­morg­un í veiðistaðnum EP mjög of­ar­lega í Kjar­rá í Borg­ar­f­irði á 1/​2 tommu Blöndu-Frigga. Ann­ar af stærstu fisk­um úr ánni í sum­ar. Smári Rún­ar Þórðar­son

Þreyt­ing­in fór að mestu fram í miðjum hyln­um og náði Bjarni Hafþór að halda fiskn­um frá sef­inu og landa þess­um mynd­ar­lega hæng. Eft­ir fyrri vakt­ina í dag voru komn­ir á land 475 lax­ar í Ásun­um. Það þykir frek­ar dræm veiði í Ásun­um en þó betri en í öðrum ám í Húna­vatns­sýslu, sér­stak­lega þegar haft er í huga að stang­ir í Ásun­um eru aðeins fjór­ar.

Vel fór á með þeim í lokin. Í forgrunni má …
Vel fór á með þeim í lok­in. Í for­grunni má sjá sefið sem Bjarni Hafþór vitn­ar til. Að sama skapi er það líka við hinn bakk­ann. Ljós­mynd/​Aðsend

Hæng­ur­inn í Kjar­rá var eins og fyrr seg­ir 98 senti­metr­ar og nú fer að renna upp sá tími að hæng­arn­ir taka á sig riðbún­ing og verða árás­ar­gjarn­ari og þá oft taka þeir flug­ur veiðimanna. Þá veiðast oft þeir stærstu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert