Vikulegar veiðitölur

98 cm sem landað var á þriðjudaginn í veiðistaðnum EP …
98 cm sem landað var á þriðjudaginn í veiðistaðnum EP mjög ofarlega í Kjarrá. Annar af tveimur stærstu löxum sumarins úr ánni. Smári R. Þorvaldsson

Viku­leg­ar veiðitöl­ur úr laxveiðiám lands­ins birt­ust í morg­un á vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, en töl­fræðin nær frá 2. til 8. ág­úst. Þverá/​Kjar­rá í Borg­ar­f­irði eru enn í efsta sæt­inu en mjög stutt þar á eft­ir eru ná­granna­frænkurn­ar Eystri- og Ytri-Rangá þar sem mik­il veiði er þessa dag­ana. 

Þverá/​Kjar­rá í Borg­ar­f­irði er sem fyrr efst á list­an­um og þar er veiðin kom­in í 2.111 laxa en þar veidd­ust 136 lax­ar í síðustu viku og veiði held­ur far­in að ró­ast eins og hefðbundið er á þess­um tíma. Á sama tíma fyr­ir ári voru komn­ir þar á land 1.466.

Þá er Eystri-Rangá kom­in í annað sætið þar sem heild­ar­veiðin er kom­in í 2.002 laxa og þar er mjög mik­il veiði þessa dag­ana og veidd­ust 635 lax­ar í síðustu viku. Á sama tíma fyr­ir ári stóð heild­ar­veiðin í 1.091 veidd­um laxi. 

Þá er Ytri-Rangá í þriðja sæt­inu með heild­ar­veiði 1.892 laxa og gaf síðasta vika 285 laxa. Á sama tíma fyr­ir ári stóð heild­ar­veiðin í 2.881 veidd­um laxi. 

Miðfjarðará er í fjórða sæti með heild­ar­veiði upp á 1.707 laxa og gaf síðasta vika 364 laxa. Heild­ar­veiðin á sama tíma í fyrra var 2.386 lax­ar.

Hér er list­inn yfir 10 efstu árn­ar eins og staðan er þessa vik­una.

1.    Þverá og Kjar­rá 2.111 lax­ - viku­veiði 136 lax­ar (1.466 á sama tíma 2017)

2.    Eystri-Rangá 2.002 lax­ar - viku­veiði 635 lax­ar (1.091 á sama tíma 2017)

3.    Ytri-Rangá 1.892 lax­ar - viku­veiði 343 lax­ar (2.881 á sama tíma 2017)

4.    Miðfjarðará 1.707 lax­ar – viku­veiði 285 lax­ar (2.173 á sama tíma 2017)

5.    Norðurá 1.408 lax­ar - viku­veiði 56 lax­ar (1.228 á sama tíma 2017)

6.    Haffjarðará 1.204 lax­ar - viku­veiði 129 lax­ar (912 á sama tíma 2017)

7.    Urriðafoss í Þjórsá 1.095 lax­ar – viku­veiði 57 lax­ar (673 á sama tíma 2017)

8.    Langá 1.091 lax – viku­veiði 87 lax­ar (1.074 á sama tíma 2017)

9.    Selá í Vopnafirði 863 lax­ar - viku­veiði 157 lax­ar (618 á sama tíma 2017)

10.  Blanda 832 lax­ar - viku­veiði 61 lax­ (1.219 á sama tíma 2017)


Nán­ar má kynna sér þess­ar töl­ur hér.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert