Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, en tölfræðin nær frá 2. til 8. ágúst. Þverá/Kjarrá í Borgarfirði eru enn í efsta sætinu en mjög stutt þar á eftir eru nágrannafrænkurnar Eystri- og Ytri-Rangá þar sem mikil veiði er þessa dagana.
Þverá/Kjarrá í Borgarfirði er sem fyrr efst á listanum og þar er veiðin komin í 2.111 laxa en þar veiddust 136 laxar í síðustu viku og veiði heldur farin að róast eins og hefðbundið er á þessum tíma. Á sama tíma fyrir ári voru komnir þar á land 1.466.
Þá er Eystri-Rangá komin í annað sætið þar sem heildarveiðin er komin í 2.002 laxa og þar er mjög mikil veiði þessa dagana og veiddust 635 laxar í síðustu viku. Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í 1.091 veiddum laxi.
Þá er Ytri-Rangá í þriðja sætinu með heildarveiði 1.892 laxa og gaf síðasta vika 285 laxa. Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í 2.881 veiddum laxi.
Miðfjarðará er í fjórða sæti með heildarveiði upp á 1.707 laxa og gaf síðasta vika 364 laxa. Heildarveiðin á sama tíma í fyrra var 2.386 laxar.
Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.
1. Þverá og Kjarrá 2.111 lax - vikuveiði 136 laxar (1.466 á sama tíma 2017)
2. Eystri-Rangá 2.002 laxar - vikuveiði 635 laxar (1.091 á sama tíma 2017)
3. Ytri-Rangá 1.892 laxar - vikuveiði 343 laxar (2.881 á sama tíma 2017)
4. Miðfjarðará 1.707 laxar – vikuveiði 285 laxar (2.173 á sama tíma 2017)
5. Norðurá 1.408 laxar - vikuveiði 56 laxar (1.228 á sama tíma 2017)
6. Haffjarðará 1.204 laxar - vikuveiði 129 laxar (912 á sama tíma 2017)
7. Urriðafoss í Þjórsá 1.095 laxar – vikuveiði 57 laxar (673 á sama tíma 2017)
8. Langá 1.091 lax – vikuveiði 87 laxar (1.074 á sama tíma 2017)
9. Selá í Vopnafirði 863 laxar - vikuveiði 157 laxar (618 á sama tíma 2017)
10. Blanda 832 laxar - vikuveiði 61 lax (1.219 á sama tíma 2017)
Nánar má kynna sér þessar tölur hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |