Vikulegar veiðitölur

98 cm sem landað var á þriðjudaginn í veiðistaðnum EP …
98 cm sem landað var á þriðjudaginn í veiðistaðnum EP mjög ofarlega í Kjarrá. Annar af tveimur stærstu löxum sumarins úr ánni. Smári R. Þorvaldsson

Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, en tölfræðin nær frá 2. til 8. ágúst. Þverá/Kjarrá í Borgarfirði eru enn í efsta sætinu en mjög stutt þar á eftir eru nágrannafrænkurnar Eystri- og Ytri-Rangá þar sem mikil veiði er þessa dagana. 

Þverá/Kjarrá í Borgarfirði er sem fyrr efst á listanum og þar er veiðin komin í 2.111 laxa en þar veiddust 136 laxar í síðustu viku og veiði heldur farin að róast eins og hefðbundið er á þessum tíma. Á sama tíma fyrir ári voru komnir þar á land 1.466.

Þá er Eystri-Rangá komin í annað sætið þar sem heildarveiðin er komin í 2.002 laxa og þar er mjög mikil veiði þessa dagana og veiddust 635 laxar í síðustu viku. Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í 1.091 veiddum laxi. 

Þá er Ytri-Rangá í þriðja sætinu með heildarveiði 1.892 laxa og gaf síðasta vika 285 laxa. Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í 2.881 veiddum laxi. 

Miðfjarðará er í fjórða sæti með heildarveiði upp á 1.707 laxa og gaf síðasta vika 364 laxa. Heildarveiðin á sama tíma í fyrra var 2.386 laxar.

Hér er list­inn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vik­una.

1.    Þverá og Kjar­rá 2.111 lax­ - viku­veiði 136 lax­ar (1.466 á sama tíma 2017)

2.    Eystri-Rangá 2.002 lax­ar - viku­veiði 635 lax­ar (1.091 á sama tíma 2017)

3.    Ytri-Rangá 1.892 lax­ar - viku­veiði 343 lax­ar (2.881 á sama tíma 2017)

4.    Miðfjarðará 1.707 laxar – vikuveiði 285 laxar (2.173 á sama tíma 2017)

5.    Norðurá 1.408 lax­ar - viku­veiði 56 lax­ar (1.228 á sama tíma 2017)

6.    Haffjarðará 1.204 lax­ar - viku­veiði 129 lax­ar (912 á sama tíma 2017)

7.    Urriðafoss í Þjórsá 1.095 laxar – vikuveiði 57 laxar (673 á sama tíma 2017)

8.    Langá 1.091 lax – vikuveiði 87 laxar (1.074 á sama tíma 2017)

9.    Selá í Vopnafirði 863 lax­ar - viku­veiði 157 lax­ar (618 á sama tíma 2017)

10.  Blanda 832 lax­ar - viku­veiði 61 lax­ (1.219 á sama tíma 2017)


Nánar má kynna sér þessar tölur hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert