Hundrað þúsund til höfuðs þjófi

Þetta er utanborðsmótorinn sem var stolið Frá Fish Partner. Fundarlaun …
Þetta er utanborðsmótorinn sem var stolið Frá Fish Partner. Fundarlaun hljóða upp á hundrað þúsund krónur. Ljósmynd/Aðsend

Kristján Páll Rafnsson, sem er einn eigandi veiðiþjónustunnar Fish Partner, birti á Facebook-síðu sinni tilkynningu í gær um þjófnað og hundrað þúsund króna fundarlaun ef málið upplýstist. Um er að ræða Suzuki-utanborðsmótor sem kostar á bilinu 600 – 700 þúsund krónur. Færsla Kristjáns hljóðar svo:

„Sælir allir nær og fjær. Nýverið var stolið frá mér utanborðsmótor við Geldingatjörn á Mosfellsheiði. Ég ætla að borga þeim sem getur gefið mér réttmætar upplýsingar sem munu leiða til þess að þjófurinn náist og mótorinn komist til mín á ný 100.000 krónur! Ef að mótorinn er horfinn mun ég samt borga 50.000 krónur ef að ég fæ réttmætar upplýsingar um þann sem var að verki. Þetta er Suzuki 25hp 4 gengis mótor. Hann er stór og þungur þannig að það hafa fullhraustir menn verið að verki.“

Kristján Páll Rafnsson segir að málið verði kært til lögreglu. …
Kristján Páll Rafnsson segir að málið verði kært til lögreglu. „Við erum þegar búnir að afbóka ferðir vegna þessa.“ Ljósmynd/Aðsend

Athygli vekur að Kristján birtir tilkynninguna á þremur erlendum tungumálum, ensku, pólsku og litháísku.

Kristján sagði í samtali við Sporðaköst að hann hefði þegar fengið nokkrar ábendingar, frá veiðimönnum, þyrluflugmanni og öðrum sem leið hefðu átt um svæðið.

„Ég er ekki búinn að kæra málið til lögreglu. Ég tel fundarlaun skilvirkari en skriflega tilkynningu til lögreglunnar. En auðvitað er ég að undirbúa kæru ef málið upplýsist ekki hratt og örugglega.“

Kristján segir að þjófnaðurinn hafi þegar haft mikil áhrif á reksturinn hjá Fish Partner og þeir hafi þurft að afbóka ferðir með veiðimenn. „Þetta er ótrúlega ömurlegt og veldur okkur miklu tjóni. Við notum bátinn til að ferja veiðimenn þegar við erum með hópa. Nú einfaldlega getum við það ekki.“

Kristján segist vera bjartsýnn á að upplýsingar berist sem leiði til þess að mótorinn finnist.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert