Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur hefur félagið samið við Veiðifélag Laugardalsár í Ísafjarðardjúpi um veiðirétt næstu fjögur sumur.
Stangveiðifélag Reykjavíkur fær öll veiðiréttindi á vatnasvæðinu, auk þess sem samið var um leigu á silungsveiðivötnunum Laugarbólsvatni og Efstadalsvatni sem áin rennur úr.
Laugardalsá er 16 km löng og rennur úr Laugarbólsvatni, niður Laugardal og til sjávar við vestanverðan Mjóafjörð. Seldar eru í ána 2 stangir í júní og september, en 3 stangir eru í ánni í júlí og ágúst.
Einungis er veitt á flugu í Laugardalsá og hefur meðalveiði síðastliðin 10 ár verið um 350 laxar, en var mest 2015 þegar hún endaði í 521 laxi. Rúmlega 130 laxar eru komnir á land það sem af er sumri samkvæmt síðustu fréttum þaðan.
Í yfirlýsingu frá Jóni Þór Ólafssyni til félagsmanna kemur meðal annars fram að félagið hafi heitið því að leggjast á árarnar með bændum og landeigendum í baráttunni gegn laxeldi í opnum sjókvíum en fyrirætlanir um laxeldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. Stangveiðifélagið leggst alfarið gegn slíkum hugmyndum, enda eru þær mikil ógn við lífríki svæðisins og laxastofna á svæðinu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |