SVFR leigir Laugardalsá

Glímt við lax í Laugardalsá.
Glímt við lax í Laugardalsá. Guðmundur Atli

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Stang­veiðifé­lagi Reykja­vík­ur hef­ur fé­lagið samið við Veiðifé­lag Laug­ar­dals­ár í Ísa­fjarðar­djúpi um veiðirétt næstu fjög­ur sum­ur.

Stang­veiðifé­lag Reykja­vík­ur fær öll veiðirétt­indi á vatna­svæðinu, auk þess sem samið var um leigu á sil­ungsveiðivötn­un­um Laug­ar­bóls­vatni og Efsta­dals­vatni sem áin renn­ur úr.

Laug­ar­dalsá er 16 km löng og renn­ur úr Laug­ar­bóls­vatni, niður Laug­ar­dal og til sjáv­ar við vest­an­verðan Mjóa­fjörð. Seld­ar eru í ána 2 stang­ir í júní og sept­em­ber, en 3 stang­ir eru í ánni í júlí og ág­úst.

Ein­ung­is er veitt á flugu í Laug­ar­dalsá og hef­ur meðal­veiði síðastliðin 10 ár verið um 350 lax­ar, en var mest 2015 þegar hún endaði í 521 laxi. Rúm­lega 130 lax­ar eru komn­ir á land það sem af er sumri sam­kvæmt síðustu frétt­um þaðan.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Jóni Þór Ólafs­syni til fé­lags­manna kem­ur meðal ann­ars fram að fé­lagið hafi heitið því að leggj­ast á ár­arn­ar með bænd­um og land­eig­end­um í bar­átt­unni gegn lax­eldi í opn­um sjókví­um en fyr­ir­ætlan­ir um lax­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi hafa verið nokkuð til umræðu á und­an­förn­um árum. Stang­veiðifé­lagið leggst al­farið gegn slík­um hug­mynd­um, enda eru þær mik­il ógn við líf­ríki svæðis­ins og laxa­stofna á svæðinu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert