Tvöfaldaði sumarveiðina

Helgi Helgason með tveggja ára hæng úr Reykjadalsá. Hann og …
Helgi Helgason með tveggja ára hæng úr Reykjadalsá. Hann og félagar gerðu góða veiði í þessari litlu síðsumarsá. Ljósmynd/Aðsend

Reykja­dalsá í Reykja­dal fyr­ir norðan hef­ur gefið 27 laxa og mikið magn urriða. Þó svo að laxa­tal­an sé ekki há þá lenti Helgi Helga­son í æv­in­týri í ánni fyrstu vik­una í ág­úst. Þegar hann kom til veiða var búið að veiða tólf laxa í Reykja­dalsá. „Ég var ekki við veiðar sam­fleytt, held­ur skaust ég dag­part þegar var laust. Mér telst til að ég hafi verið að veiða sam­tals í fjóra veiðidaga.“ Helgi og fjöl­skylda lönduðu þrett­án löx­um á þess­um tíma og tvö­földuðu því í raun sum­ar­veiðina. Sporðaköst­um er kunn­ugt um tvo laxa til viðbót­ar eft­ir þetta.

Reykjadalsá er fyrst og fremst þekkt fyrir góða urriðaveiði. En …
Reykja­dalsá er fyrst og fremst þekkt fyr­ir góða urriðaveiði. En lax­inn er þar líka og Helgi varð var við lax á tíu veiðistöðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Helgi hef­ur ára­tuga reynslu af að veiða í Reykja­dalsá. Hann seg­ir stöðuna á ánni einkar góða núna. „Við sáum laxa í tíu veiðistöðum og lönduðum fisk­um úr sex stöðum. Auðvitað var eitt­hvað um smá­lax en við vor­um líka að setja í mjög fal­lega tveggja ára fiska.“

Helgi seg­ir að urriðinn í Reykja­dalsá sé patt­ara­legri en oft áður. „Ég tengi þetta því að mér finnst mýið hafa verið að aukast síðari ár í Reykja­daln­um. Þess­ir fisk­ar sem við vor­um að setja í voru virki­lega flott­ir. Mikið af fisk­in­um var á bil­inu 35 til 45 sentí­metr­ar en við feng­um líka stærri. Ætli við höf­um ekki landað ein­hverj­um fimm­tíu urriðum.“

Öllum lax­in­um var sleppt og megn­inu af urriðanum. „Við átum nokkra en flest­ir fengu að synda áfram,“ sagði Helgi í sam­tali við Sporðaköst.

Helgi og fé­lag­ar fengu alls kon­ar veður. En það tók al­veg fyr­ir tök­una þegar sól­in skein og sum­ar­blíða lagðist yfir dal­inn. „Við vor­um að fá hann til að taka þegar hvessti og kólnaði.“ Flest­ir lax­arn­ir tóku hálftommu þýska Snældu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert