Að sögn Estherar Guðjónsdóttur, bónda að Sólheimum og formanns Veiðifélags Stóru-Laxár í Hreppum, er búið að vera frekar dauf veiði í ánni að undanförnu, en heildarveiðin þó nálægt meðalveiði.
Sagði Esther að það væru komnir á land um 265 á svæði 1 og 2. Frekar rólegt hefur verið á svæði 3 og þar er búið að skrá 22 laxa en svæðið hefur líka ekki verið mikið stundað það sem af er sumri. Á efsta svæðinu, svæði 4, er búið að færa til bókar 62 laxa.
Alls væru því 349 laxar komnir á land sem væri nokkuð gott og nánast sama tala og á sama tíma í fyrra þegar að um 350 laxar voru komnir á land. Almennt væri búið að vera góð veiði i sumar, en væri þó frekar dauf í augnablikinu og kvaðst Esther vonast til að ástandið myndi lagast í kjölfarið á rigningum næstu daga.
Stóra-Laxá er þekkt síðsumarsá sem gefur oft mikla veiði síðsumars, einkum á neðstu svæðunum. Heildarveiðin sumarið 2017 var 589 laxar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |