Í meðallagi í Stóru-Laxá

Frá Bergsnös á svæði I og II í Stóru-Laxá.
Frá Bergsnös á svæði I og II í Stóru-Laxá. Lax-á

Að sögn Esther­ar Guðjóns­dótt­ur, bónda að Sól­heim­um og for­manns Veiðifé­lags Stóru-Laxár í Hrepp­um, er búið að vera frek­ar dauf veiði í ánni að und­an­förnu, en heild­ar­veiðin þó ná­lægt meðal­veiði.

Sagði Esther að það væru komn­ir á land um 265 á svæði 1 og 2. Frek­ar ró­legt hef­ur verið á svæði 3 og þar er búið að skrá 22 laxa en svæðið hef­ur líka ekki verið mikið stundað það sem af er sumri. Á efsta svæðinu, svæði 4, er búið að færa til bók­ar 62 laxa.

Alls væru því 349 lax­ar komn­ir á land sem væri nokkuð gott og nán­ast sama tala og á sama tíma í fyrra þegar að um 350 lax­ar voru komn­ir á land. Al­mennt væri búið að vera góð veiði i sum­ar, en væri þó frek­ar dauf í augna­blik­inu og kvaðst Esther von­ast til að ástandið myndi  lag­ast í kjöl­farið á rign­ing­um næstu daga.

Stóra-Laxá er þekkt síðsum­arsá sem gef­ur oft mikla veiði síðsum­ars, einkum á neðstu svæðunum. Heild­ar­veiðin sum­arið 2017 var 589 lax­ar. 

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert