Brú yfir Norðlingafljót

Ekið yfir Helluavað á Norðlingafljóti.
Ekið yfir Helluavað á Norðlingafljóti. flickr.com

Í Skessuhorninu er greint frá að nú hilli loks undir brú yfir Norðlingafljót sem kemur til með að bæta aðgengi fólks inn á Arnarvatnsheiði.

Fram kemur að samið hefur verið við Vestfirska verktaka ehf. um að byggja brúna og stendur til að því verki verði lokið fyrir 1. október næstkomandi. Reist verður stálgrindarbrú með timburgólfi milli tveggja hraunklappa við ána, skammt ofan við svokallað Helluvað.

Verktakar úr Borgarfirði  sjá um vegagerðina sem hófst á mánudaginn. Fram kemur að brúarstæðið sé frá náttúrunnar hendi mjög gott og hefur draumur margra um árabil verið að á þessum stað yrði reist brú.

Langt er síðan úthlutað var peningum til verksins en þeir voru meðal annars „lánaðir“ í önnur verk. Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra,  beitti sér fyrir því að lokið yrði að fjármagna framkvæmdina og hafinn undirbúningur að útboði.

Norðlingafljót hefur fram til þessa verið helsti farartálmi almennrar umferðar úr Borgarfirði og norður í Miðfjörð um Arnarvatnsheiði. Jepplingafært er nú þessa leið utan Norðlingafljóts, en það er of vatnsmikið til að hægt sé að aka þar yfir nema á vel búnum jeppum. Þá er rennsli í ánni afar mismunandi og getur aukist verulega eftir heita sumardaga þegar snjóbráð er mikil úr jöklunum. Af þeim sökum hefur oft legið við slysi þegar óvant ferðafólk hefur fest bíla sína í fljótinu.

Rætt var Snorra Jóhannesson, bónda á Augastöðum og veiðivörð á Arnarvatnsheiði, sem fagnaði því að loks hilli undir brúargerðina sem hann sagði að væri löngu tímabær og muni  skapa fjölmörg tækifæri í ferðaþjónustu og tengir saman sýslurnar. Þá eykur hún öryggi ferðafólks og þar hafi oft legið við stórslysum í fljótinu.  Fyrir Veiðifélag Arnarvatnsheiðar þýðir þetta aukna umferð og um leið bætta þjónustu við fólk sem vill njóta náttúrunnar og fengsælla veiðivatna á Arnarvatnsheiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert