Brú yfir Norðlingafljót

Ekið yfir Helluavað á Norðlingafljóti.
Ekið yfir Helluavað á Norðlingafljóti. flickr.com

Í Skessu­horn­inu er greint frá að nú hilli loks und­ir brú yfir Norðlingafljót sem kem­ur til með að bæta aðgengi fólks inn á Arn­ar­vatns­heiði.

Fram kem­ur að samið hef­ur verið við Vest­firska verk­taka ehf. um að byggja brúna og stend­ur til að því verki verði lokið fyr­ir 1. októ­ber næst­kom­andi. Reist verður stál­grind­ar­brú með timb­urgólfi milli tveggja hraunklappa við ána, skammt ofan við svo­kallað Hellu­vað.

Verk­tak­ar úr Borg­ar­f­irði  sjá um vega­gerðina sem hófst á mánu­dag­inn. Fram kem­ur að brú­ar­stæðið sé frá nátt­úr­unn­ar hendi mjög gott og hef­ur draum­ur margra um ára­bil verið að á þess­um stað yrði reist brú.

Langt er síðan út­hlutað var pen­ing­um til verks­ins en þeir voru meðal ann­ars „lánaðir“ í önn­ur verk. Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra,  beitti sér fyr­ir því að lokið yrði að fjár­magna fram­kvæmd­ina og haf­inn und­ir­bún­ing­ur að útboði.

Norðlingafljót hef­ur fram til þessa verið helsti far­ar­tálmi al­mennr­ar um­ferðar úr Borg­ar­f­irði og norður í Miðfjörð um Arn­ar­vatns­heiði. Jepp­linga­fært er nú þessa leið utan Norðlingafljóts, en það er of vatns­mikið til að hægt sé að aka þar yfir nema á vel bún­um jepp­um. Þá er rennsli í ánni afar mis­mun­andi og get­ur auk­ist veru­lega eft­ir heita sum­ar­daga þegar snjó­bráð er mik­il úr jökl­un­um. Af þeim sök­um hef­ur oft legið við slysi þegar óvant ferðafólk hef­ur fest bíla sína í fljót­inu.

Rætt var Snorra Jó­hann­es­son, bónda á Auga­stöðum og veiðivörð á Arn­ar­vatns­heiði, sem fagnaði því að loks hilli und­ir brú­ar­gerðina sem hann sagði að væri löngu tíma­bær og muni  skapa fjöl­mörg tæki­færi í ferðaþjón­ustu og teng­ir sam­an sýsl­urn­ar. Þá eyk­ur hún ör­yggi ferðafólks og þar hafi oft legið við stór­slys­um í fljót­inu.  Fyr­ir Veiðifé­lag Arn­ar­vatns­heiðar þýðir þetta aukna um­ferð og um leið bætta þjón­ustu við fólk sem vill njóta nátt­úr­unn­ar og feng­sælla veiðivatna á Arn­ar­vatns­heiði.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert