Stórlax á „míkró-hitch“

Sigríður Þorgeirsdóttir hampar laxinum stóra eftir löndun fyrir neðan Efra-Rauðaberg.
Sigríður Þorgeirsdóttir hampar laxinum stóra eftir löndun fyrir neðan Efra-Rauðaberg. Ljósmynd/Aðsend

Stærsti lax sum­ars­ins kom á land í Kjar­rá í Borg­ar­f­irði á miðviku­dag­inn og veidd­ist á litla flugu­stöng og pínu­lítið „míkró-hitch“.

Þýski stór­veiðimaður­inn Erik Ko­berl­ing hef­ur marga fjör­una sopið við veiðar í ís­lensk­um laxveiðiám þrátt fyr­ir ung­an ald­ur en hann er son­ur þýska mynd­lista­manns­ins Bernd Ko­berl­ing sem mik­ill Íslands­vin­ur og hef­ur veitt hér á landi svo ára­tug­um skipt­ir. Síðustu árin hef­ur Erik dvalið nán­ast allt sum­arið við Kjar­rá í Borg­ar­f­irði þar sem hann hef­ur starfað sem leiðsögumaður.

Síðdeg­is á miðviku­dag­inn fór hann með Sig­ríði Þor­geirs­dótt­ur of­ar­lega í Kjar­rá á veiðistaðinn Efra-Rauðaberg sem er mjög of­ar­lega í ánni og sem flest­ir veiðimenn láta sér duga að ganga upp að. 

Sig­ríður var með létt­ar græj­ur, litla 9 feta flugu­stöng fyr­ir línu núm­er fjög­ur.  Þar sem áin er orðin tals­vert vatns­lít­il eft­ir langvar­andi þurrka að und­an­förnu var ákveðið að byrja með svo­kallað „míkró-hitch“, en um er að ræða ör­litla plast­túpa sem er lát­in gára á yf­ir­borðinu og var val­inn öng­ull var af minnstu gerð núm­er 18.

Fljót­lega sýndi stór­lax gárutúp­unni áhuga og kom á eft­ir henni upp á yf­ir­borið en tók hana ekki. Í næsta kasti kom hann hins veg­ar með miklu offorsi og skellti sér á hana með mikl­um lát­um. Að sögn Eriks tók við tók æv­in­týra­leg bar­átta þar sem lax­inn fór marga koll­hnísa eft­ir yf­ir­borðinu niður eft­ir hyln­um og tók þar lang­ar rok­ur fram og til baka.

Tók sá stóri svo á það ráð að leggj­ast djúpt í hyl­inn þar sem hann lá lengi og var ekki bifað á svo létt­ar græj­ur. Tók Erik þá til þess ráðs að grýta hyl­inn með grjóti og við það fór lax­inn á mikla hreyf­ingu og niður all­an hyl og yfir brotið neðst þar sem fyr­ir neðan er mikið stór­grýti, en þar tókst Erik að koma háfn­um und­ir hann eft­ir rúma klukku­stund­ar bar­áttu.

Reynd­ist þetta vera leg­inn 98 cm hæng­ur sem Erik sagði að hefði litið út eins og krókó­díll og er stærsti lax­inn sem landað hef­ur verið úr Kjar­rá í sum­ar. Mörg­um löx­um á bil­inu 95 til 97 cm hef­ur verið landað þar áður í sum­ar og hafa menn orðið var­ir við tals­vert mikla fjölg­un stórra laxa þar á seinni árum.    

Sigríður og Erik saman eftir löndun.
Sig­ríður og Erik sam­an eft­ir lönd­un. Ljós­mynd/​Aðsend
Hlaupið af stað á eftir laxinum þegar hann rauk úr …
Hlaupið af stað á eft­ir lax­in­um þegar hann rauk úr hyln­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert