Gæsaveiðitímabilið hefst á morgun. Frá og með 20. ágúst er heimillt að skjóta bæði grágæs og heiðagæs. Þann 1. september hefst svo veiðitímabil á ýmsum andategundum, svo sem stokkönd, urtönd, rauðhöfða og fleiri tegundum. Þann sama dag hefst svartfuglatímabilið.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar, ust.is, kemur fram að heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki. Ekki er greint frá því hver stofnstærðin er, en ljóst að staða hans er gríðarsterk. Stofninn hefur margfaldast frá því á miðri síðustu öld þegar hann taldi 23 þúsund fugla. Árið 2014 var stofn íslensk-grænlensku heiðagæsarinnar talinn vera um 390 þúsund fuglar.
Flestir veiðimenn fara inn á hálendið til að sitja fyrir heiðagæsinni í upphafi veiðitíma. Þegar kólnar og ber og annað æti gæsarinnar eyðileggst, leitar hún í akra og gras og þá er oft hægt að gera góða veiði í fyrirsát.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |