Lönduðu 30 og 28 pundara

Aðalsteinn með 30 punda hænginn. Gleðin er allsráðandi. Eða eins …
Aðalsteinn með 30 punda hænginn. Gleðin er allsráðandi. Eða eins og hann orðaði það. "Love it." Ljósmynd/Aðsend

Hóp­ur Íslend­inga gerði eina bestu laxveiði í lang­an tíma sem sést hef­ur í Lak­selva í Finn­mörku í Norður-Nor­egi. Hóp­ur­inn landaði fiski sem náði þrjá­tíu pund­um og öðrum 28 punda og þó nokkr­um tutt­ugu plús löx­um. Fjallað er um heim­sókn Íslend­ing­anna á heimasíðu ár­inn­ar, oldero.no.

Stærsta fisk­inn í holl­inu fékk Aðal­steinn Jó­hanns­son en hann var jafn­framt afla­hæst­ur með sjö laxa í viku­veiði. Lak­selv­an er ekki þekkt fyr­ir magn­veiði en þeim mun fræg­ari fyr­ir stór­fisk­ana sem hún geym­ir og er met fisk­ur­inn ríf­lega fimm­tíu pund. Árlega veiðast nokkr­ir fisk­ar á bil­inu fjöru­tíu til fimm­tíu pund.

Mestu veiðina gerðu Íslend­ing­arn­ir á hefðbundn­ar ís­lensk­ar aðfar­ir, Sunray shadow- og Frances-túp­ur.

Stór­lax­inn sem Aðal­steinn landaði var 108 senti­metra lang­ur og um­málið var 60 senti­metr­ar. Hann vigtaði fimmtán kíló eða þrjá­tíu pund.

„Þessi var að koma í ána í annað sinn. Hann hef­ur gengið út í fyrra eða í vor og hann er svaka­leg­ur. Haus­inn á hon­um er eins á krókó­díl,“ sagði Aðal­steinn um stór­lax­inn í sam­tali við Sporðaköst.

Hermóður og Alexandra með stóru hrygnuna sem vó 14 kíló. …
Hermóður og Al­ex­andra með stóru hrygn­una sem vó 14 kíló. Eins og sjá má á styrtl­unni var hún lúsug. Ljós­mynd/​Aðsend

Hermóður Hilm­ars­son Nesveiðimaður landaði 28 punda fiski með dótt­ur sinni, Al­exöndru. Þar var á ferðinni hrygna sem var lúsug eins sjá má á mynd­inni. Hún mæld­ist 103 senti­metra löng og um­málið var 60 senti­metr­ar og vigtuð var hún 14 kíló.

Í heild­ina gekk veiðin vel hjá hópn­um og eins og seg­ir á heimasíðunni þar sem fjallað er um viku 33. „Fant­astic fis­hing.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert