Lönduðu 30 og 28 pundara

Aðalsteinn með 30 punda hænginn. Gleðin er allsráðandi. Eða eins …
Aðalsteinn með 30 punda hænginn. Gleðin er allsráðandi. Eða eins og hann orðaði það. "Love it." Ljósmynd/Aðsend

Hópur Íslendinga gerði eina bestu laxveiði í langan tíma sem sést hefur í Lakselva í Finnmörku í Norður-Noregi. Hópurinn landaði fiski sem náði þrjátíu pundum og öðrum 28 punda og þó nokkrum tuttugu plús löxum. Fjallað er um heimsókn Íslendinganna á heimasíðu árinnar, oldero.no.

Stærsta fiskinn í hollinu fékk Aðalsteinn Jóhannsson en hann var jafnframt aflahæstur með sjö laxa í vikuveiði. Lakselvan er ekki þekkt fyrir magnveiði en þeim mun frægari fyrir stórfiskana sem hún geymir og er met fiskurinn ríflega fimmtíu pund. Árlega veiðast nokkrir fiskar á bilinu fjörutíu til fimmtíu pund.

Mestu veiðina gerðu Íslendingarnir á hefðbundnar íslenskar aðfarir, Sunray shadow- og Frances-túpur.

Stórlaxinn sem Aðalsteinn landaði var 108 sentimetra langur og ummálið var 60 sentimetrar. Hann vigtaði fimmtán kíló eða þrjátíu pund.

„Þessi var að koma í ána í annað sinn. Hann hefur gengið út í fyrra eða í vor og hann er svakalegur. Hausinn á honum er eins á krókódíl,“ sagði Aðalsteinn um stórlaxinn í samtali við Sporðaköst.

Hermóður og Alexandra með stóru hrygnuna sem vó 14 kíló. …
Hermóður og Alexandra með stóru hrygnuna sem vó 14 kíló. Eins og sjá má á styrtlunni var hún lúsug. Ljósmynd/Aðsend

Hermóður Hilmarsson Nesveiðimaður landaði 28 punda fiski með dóttur sinni, Alexöndru. Þar var á ferðinni hrygna sem var lúsug eins sjá má á myndinni. Hún mældist 103 sentimetra löng og ummálið var 60 sentimetrar og vigtuð var hún 14 kíló.

Í heildina gekk veiðin vel hjá hópnum og eins og segir á heimasíðunni þar sem fjallað er um viku 33. „Fantastic fishing.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert