Byrjað að veiðast í Skógaá

Fallegur lax úr Skógá.
Fallegur lax úr Skógá. skoga.is

Byrjað er að veiðast aftur í Skógaá undir Eyjafjöllum, en hún fór illa út úr eldgosinu í Eyjafallajökli árið 2010 og lagðist veiði þar af um nokkurra ára skeið. Síðustu árin hafa menn reynt að byggja ána upp aftur og virðist það farið að skila einhvejum árangri.

Veiðivefurinn veida.is greinir frá því að veiðin hafi farið rólega af stað í sumar en í ágúst hefur ræst úr henni og hópur veiðimanna sem veiddi á þrjár stangir þar fyrir nokkru landaði 10 löxum á tveimur dögum. Flestir laxanna veiddust við ármót Kvernu og Skógár og komu allir á maðk. Allt var þetta nýgenginn smálax. 

Veiðisvæðið sem um ræðir er um 10 kílómetra langt og skiptist í Skógá fyrir neðan Skógafoss sem er um sjö kílómetra langt, auk tveggja kílómetra kafla í Kvernu og rúmlega eins kílómetra kafla í Dalsá.

Veiðin byggist að mestu á sleppingu niðurgönguseiða og árin á undan eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli var mjög góð veiði í ánni og veiddust mest í henni 1.537 laxar árið 2008. Síðustu árin hefur áin verið í uppbyggingu og sleppt hefur verið um 30 þúsund laxaseiðum á ári.   

Þegar síðast fréttist var búið að skrá 40 laxa í veiðibókina til viðbótar við nokkrar bleikjur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert