Byrjað að veiðast í Skógaá

Fallegur lax úr Skógá.
Fallegur lax úr Skógá. skoga.is

Byrjað er að veiðast aft­ur í Skógaá und­ir Eyja­fjöll­um, en hún fór illa út úr eld­gos­inu í Eyja­falla­jökli árið 2010 og lagðist veiði þar af um nokk­urra ára skeið. Síðustu árin hafa menn reynt að byggja ána upp aft­ur og virðist það farið að skila ein­hvej­um ár­angri.

Veiðivef­ur­inn veida.is grein­ir frá því að veiðin hafi farið ró­lega af stað í sum­ar en í ág­úst hef­ur ræst úr henni og hóp­ur veiðimanna sem veiddi á þrjár stang­ir þar fyr­ir nokkru landaði 10 löx­um á tveim­ur dög­um. Flest­ir lax­anna veidd­ust við ár­mót Kvernu og Skógár og komu all­ir á maðk. Allt var þetta ný­geng­inn smá­lax. 

Veiðisvæðið sem um ræðir er um 10 kíló­metra langt og skipt­ist í Skógá fyr­ir neðan Skóga­foss sem er um sjö kíló­metra langt, auk tveggja kíló­metra kafla í Kvernu og rúm­lega eins kíló­metra kafla í Dalsá.

Veiðin bygg­ist að mestu á slepp­ingu niður­göngu­seiða og árin á und­an elds­um­brot­un­um í Eyja­fjalla­jökli var mjög góð veiði í ánni og veidd­ust mest í henni 1.537 lax­ar árið 2008. Síðustu árin hef­ur áin verið í upp­bygg­ingu og sleppt hef­ur verið um 30 þúsund laxa­seiðum á ári.   

Þegar síðast frétt­ist var búið að skrá 40 laxa í veiðibók­ina til viðbót­ar við nokkr­ar bleikj­ur.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert