Fremur rólegt í Fáskrúð

Glímt við lax í Neðri-Stapakvörn í Fáskrúð.
Glímt við lax í Neðri-Stapakvörn í Fáskrúð. svfa

Veiðin í Fáskrúð í Dölum hefur verið sæmileg það sem af er, en nú er fyrsta sumarið þar sem eingöngu er veitt á flugu í ánni.

Stangveiðifélagi Akraness hefur verið viðloðandi Fáskrúð síðan árið 1942 og hefur með að gera helming af veiðirétti í ánni á móti eiganda jarðarinnar Ljárskóga. Veiðimenn á vegum félagsins sem luku veiðum á hádegi á sunnudag sögðu að áin væri farin að þjást verulega af vatnsleysi sem hefði haft áhrif á veiðina. Þrátt fyrir tiltölulega votviðrasamt sumar á Vesturlandi eru dragár eins og Fáskrúð fljótar að lækka í vatni fljótlega eftir að styttir upp.

Samkvæmt veiðibók eru 93 laxar komnir á land þegar rúmar fimm vikur eru eftir af veiðitímabilinu. Eins og oft áður hefur Hellufljótið gefið bestu veiðina þar sem eru komnir 23 laxar á land og Efri-Strengur hefur gefið níu, en Laxhylur og Viðauki hvor sína átta.

Fram kom að laxinn væri sérstaklega tregur að taka þótt talsvert væri af honum, þá sérstaklega í efri ánni. Katlafoss var sagður pakkaður af fiski og einnig væri talsvert í Laxhyl, Neðri-Barka og Efri-Streng. Menn kváðust þó bjartsýnir á að líf færist aftur yfir veiðina því spáð er rigningartíð á svæðinu næstu daga.

Sumarið 2017 veiddust 209 laxar í Fáskrúð, en meðalveiði síðustu árin eru 264 laxar. Mest veiddist árið 2010 þegar 520 laxar komu á land, en árið 2014 veiddust þar aðeins 78 fiskar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert