Fremur rólegt í Fáskrúð

Glímt við lax í Neðri-Stapakvörn í Fáskrúð.
Glímt við lax í Neðri-Stapakvörn í Fáskrúð. svfa

Veiðin í Fá­skrúð í Döl­um hef­ur verið sæmi­leg það sem af er, en nú er fyrsta sum­arið þar sem ein­göngu er veitt á flugu í ánni.

Stang­veiðifé­lagi Akra­ness hef­ur verið viðloðandi Fá­skrúð síðan árið 1942 og hef­ur með að gera helm­ing af veiðirétti í ánni á móti eig­anda jarðar­inn­ar Ljár­skóga. Veiðimenn á veg­um fé­lags­ins sem luku veiðum á há­degi á sunnu­dag sögðu að áin væri far­in að þjást veru­lega af vatns­leysi sem hefði haft áhrif á veiðina. Þrátt fyr­ir til­tölu­lega votviðrasamt sum­ar á Vest­ur­landi eru dragár eins og Fá­skrúð fljót­ar að lækka í vatni fljót­lega eft­ir að stytt­ir upp.

Sam­kvæmt veiðibók eru 93 lax­ar komn­ir á land þegar rúm­ar fimm vik­ur eru eft­ir af veiðitíma­bil­inu. Eins og oft áður hef­ur Hellufljótið gefið bestu veiðina þar sem eru komn­ir 23 lax­ar á land og Efri-Streng­ur hef­ur gefið níu, en Lax­hyl­ur og Viðauki hvor sína átta.

Fram kom að lax­inn væri sér­stak­lega treg­ur að taka þótt tals­vert væri af hon­um, þá sér­stak­lega í efri ánni. Katla­foss var sagður pakkaður af fiski og einnig væri tals­vert í Lax­hyl, Neðri-Barka og Efri-Streng. Menn kváðust þó bjart­sýn­ir á að líf fær­ist aft­ur yfir veiðina því spáð er rign­ing­artíð á svæðinu næstu daga.

Sum­arið 2017 veidd­ust 209 lax­ar í Fá­skrúð, en meðal­veiði síðustu árin eru 264 lax­ar. Mest veidd­ist árið 2010 þegar 520 lax­ar komu á land, en árið 2014 veidd­ust þar aðeins 78 fisk­ar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert