Krókarnir voru að gefa sig

Jóhann Hafnfjörð með stórlaxinn. 104 sentimetrar á lengd og 51 …
Jóhann Hafnfjörð með stórlaxinn. 104 sentimetrar á lengd og 51 í ummál. Ljósmynd/Aðsend

„Ég svín­tók á hon­um og var ekki nema fimmtán mín­út­ur að landa hon­um,“ sagði Jó­hann Hafn­fjörð um stór­lax­inn sem hann landaði í Laxá í Aðal­dal á Nesveiðum, nú eft­ir há­degi. Fisk­ur­inn tók Mun­ro Killer núm­er 14. „Krók­arn­ir voru al­veg á síðustu metr­un­um, farið að rétt­ast vel úr öðrum og hinn byrjaður að svigna. En það tókst að háfa hann,“ sagði Jó­hann kampa­kát­ur í sam­tali við Sporðaköst.

Fisk­ur­inn veidd­ist í Beygj­unni og seg­ir Jó­hann að hann muni ekki eft­ir öðru eins sjón­arspili með stór­lax. „Hann stökk sjö sinn­um og það var mik­il­feng­legt að sjá þenn­an fleka hreinsa sig og skella í vatnið.“ Jó­hann seg­ist alltaf taka fast á þess­um fisk­um. „Marg­ir eru hrædd­ir við að missa þá í slý eða eitt­hvað slíkt en ég tek bara á þeim.“

Það veiðast ekki marg­ir fisk­ar á dag í Laxá í Aðal­dal þess­ar vik­urn­ar. En hlut­fallið af þess­um allra stærstu er ótrú­lega hátt. Jó­hann fékk tvo „hundraðkalla“ í fyrra og sagði í dag létt­ur í bragði að hann ætlaði að taka ann­an í Vitaðsgjafa í kvöld.

Fisk­ur­inn mæld­ist 104 senti­metr­ar og 51 senti­metri í um­mál. „Þetta er svona 23 pund­ari,“ sagði Jó­hann.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert