Vikulegar veiðitölur úr laxveiðinni

Stórlax úr Urriðafossi í Þjórsá fyrr í sumar.
Stórlax úr Urriðafossi í Þjórsá fyrr í sumar. IO

Viku­leg­ar veiðitöl­ur úr laxveiðiám lands­ins birt­ust í morg­un á vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, en töl­fræðin nær frá 16. til 22. ág­úst. Eystri- og Ytri-Rangá eru eins og í síðustu viku með mesta heildarveiði og þá er augljóst að síðsumarsbragur er kominn yfir veiðina á Vesturlandi.

Eystri-Rangá er kom­in í efsta sætið þar sem heild­ar­veiðin er kom­in í 3060 laxa og þar er góð veiði þessa dag­ana og veidd­ust 409 lax­ar í síðustu viku. Á sama tíma fyr­ir ári stóð heild­ar­veiðin í 1608 veidd­um laxum og því um mikinn viðsnúning að ræða. 

Í öðru sæti er Ytri-Rangá með heild­ar­veiði 2556 laxar og gaf síðasta vika 268 laxa. Á sama tíma fyr­ir ári stóð heild­ar­veiðin í 4218 því umtalsvert minni veiði nú. 

Þverá/​Kjar­rá í Borg­ar­f­irði er í þriðja sætinu þar sem veiðin er kom­in í 2271 laxa en þar veidd­ust aðeins 69 laxar í síðustu viku og hefur þar dregið mikið úr veiði. Á sama tíma fyr­ir ári voru komn­ir þar á land 1777 lax­ar og veiðin í ár því mun betri en í fyrra.

Þá er Miðfjarðará fjórða sætinu og komin yfr 2000 laxa og með ágætis vikuveiði.

Hér er list­inn yfir 10 efstu árn­ar eins og staðan er þessa vik­una.

  1. Eystri-Rangá 3060 lax­ar - viku­veiði 409 lax­ar (1608 á sama tíma 2017)
  2. Ytri-Rangá 2556 lax­ar - viku­veiði 266 lax­ar (4218 á sama tíma 2017)
  3. Þverá og Kjar­rá 2.202 laxar­ - viku­veiði 69 lax­ar (1777 á sama tíma 2017)
  4. Miðfjarðará 2039 lax­ar – viku­veiði 176 lax­ar (2668 á sama tíma 2017)
  5. Norðurá 1497 lax­ar - viku­veiði 42 lax­ar (1355 á sama tíma 2017)
  6. Haffjarðará 1353 lax­ar - viku­veiði 66 lax­ar (1237 á sama tíma 2017)
  7. Langá 1288 lax­ar – viku­veiði 79 lax­ar (1.149 á sama tíma 2017)
  8. Urriðafoss í Þjórsá 1211 lax­ar – vikuveiði 72 laxar (742 á sama tíma 2017)
  9. Selá í Vopnafirði 1111 lax­ar – vikuveiði 82 laxar (813 á sama tíma 2017)
  10. Elliðaárnar 857 lax­ar - viku­veiði 46 lax­ar (764 á sama tíma 2017)

Nán­ar má kynna sér þess­ar töl­ur hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert