Stórlax á land í Nesi

Nils hampar hrygnunni stóru að lokinni löndun.
Nils hampar hrygnunni stóru að lokinni löndun. Aðsend

Danski stórveiðimaðurinn Nils Folmer Jorgensen landaði enn einum stórlaxinum úr Laxá í Aðaldal í gærmorgun.

Landaði hann 107 cm hrygnu sem tók í Grundarkvísl á Nessvæðinu í Laxá og reyndist vera 58 cm að ummáli.  Tók hrygnan stóra fluguna Meridian tvíkrækju númer 8. Samkvæmt hefðbundum kvörðum sem notaðir eru til að meta þyngd laxa úr frá lengd og ummáli er þessi lax á bilinu 13,5 til 15,1 kíló að þygnd. 

Annars er veiðin fremur róleg þessa dagana í Laxá og landaði hópur veiðimanna þar níu löxum eftir þriggja daga veiði og fékk Nils sjálfur átta af þeim. 

Þetta er þó ekki stærsti lax sumarsins hjá Nils í sumar því 19. júlí landaði hann 111 cm hæng á Nessvæðinu sem hann setti í á veiðistaðnum Vitaðsgjafa og náði að landa eftir mikið basl í Presthyl. Er það stærsti lax sem frést hefur af á landinu á þessu sumri.

 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert