Taka gjald fyrir gæsaveiði

Legið fyrir gæs.
Legið fyrir gæs. Ingólfur Guðmundsson

Húnaþing vestra hef­ur ákveðið fyr­ir­komu­lag gæsa­veiða fyr­ir þetta haustið og stend­ur skot­veiðimönn­um til boða kaupa sér­stakt veiðileyfi á eign­ar­lönd­um sýsl­unn­ar.

Um er að ræða þrjú gæsa­veiðisvæði þar sem hvert leyfi kost­ar 9.000 krón­ur á dag og er fjöldi veiðimanna á hverju svæði tak­markaður við fjór­ar byss­ur. Veiðileyfi eru seld á ferðaþjón­ust­unni Dæli í Víðidal. 

Svæði eitt og tvö eru á Víðidalstungu­heiði, en svæði þrjú er Arn­ar­vatns­heiði og Tví­dægra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Skot­veiðifé­lagi Íslands ætl­ar fé­lagið að skoða hvort um er að ræða jarðir eða lög­býli sam­kvæmt skil­grein­ingu laga en fram kem­ur í lög­um að öll­um með veiðikort séu heim­il­ar veiðar í al­menn­ing­um og af­rétt­um utan land­ar­eigna lög­býla.

Nán­ar má kynna sér þessa ákvörðun sveit­ar­fé­lags­ins hér.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert