Húnaþing vestra hefur ákveðið fyrirkomulag gæsaveiða fyrir þetta haustið og stendur skotveiðimönnum til boða kaupa sérstakt veiðileyfi á eignarlöndum sýslunnar.
Um er að ræða þrjú gæsaveiðisvæði þar sem hvert leyfi kostar 9.000 krónur á dag og er fjöldi veiðimanna á hverju svæði takmarkaður við fjórar byssur. Veiðileyfi eru seld á ferðaþjónustunni Dæli í Víðidal.
Svæði eitt og tvö eru á Víðidalstunguheiði, en svæði þrjú er Arnarvatnsheiði og Tvídægra.
Samkvæmt upplýsingum frá Skotveiðifélagi Íslands ætlar félagið að skoða hvort um er að ræða jarðir eða lögbýli samkvæmt skilgreiningu laga en fram kemur í lögum að öllum með veiðikort séu heimilar veiðar í almenningum og afréttum utan landareigna lögbýla.
Nánar má kynna sér þessa ákvörðun sveitarfélagsins hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |